Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 157
andvari
HULDUMÁL
155
3. Fjallið Múli í Fljótshlíð séð vestan frá. 4. Fjallið Múli séð austan frá.
sem „ólgandi Þverá veltur yfir sanda“ (2. mynd). Einmitt þar var Flosi á
hesti endur fyrir löngu.
Elöfuðból eitt og kirkjustaður öldum saman - innarlega í hlíðinni fögru -
heitir Eyvindarmúli. Þann bæ reisti fyrst Eyvindur, sonur Baugs landnáms-
manns að Hlíðarenda, fóstbróður Ketils hængs og forföður Gunnars. En
snemma komst Múli í eigu Oddaverja og taldist síðar eign dómkirkjunnar í
Skálholti. Að Eyvindarmúla hafa þó jafnan setið sjálfráðir bændur og heldri
menn. Síðastliðin 400 ár hefur ein og sama ættin búið á Múla mann fram af
manni. Þann tíma hefur jörðin lengst af verið óskoruð bændaeign.
Samheiti eru orð, sem þýða eins — og samt ekki alveg eins. „Víf ok brúðr ok
fljóð heita þær konur, er manni eru gefnar, ... svarri ok svarkr þær, er mikil-
látar eru,“ segir Snorri og sýnir, hversu blæbrigðarík samheiti geta verið að
merkingu. Fjallanöfnin Höfði, Múli og Núpur eru þar engin undantekning.
Múli þýðir upphaflega ‘efri vör á dýri’, síðan ‘snoppa’ eða ‘trýni’ (sbr. múlhinda,
mýla) og loks ,,hár fjallsrani fram úr öðrum fjöllum". Þannig er Múlinn í Fljóts-
hlíð, sé horft á hann vestan frá hlíðinni (3. og 5. mynd) eða austan (4. mynd). En
sunnan af aurum, þar sem Þverá flæddi, áður en henni var veitt í Markarfljót, er
hann allur annar. Þaðan að sjá er hann miklu fremur gildligr gnúpr eða „Höfði"
(6. rnynd). í fólgnu máli skiptir þó mestu - og dugir reyndar eitt til - að Múli og
Höfði eru samheiti.
1 mansöng IV. rímu segir, að konan búi „hjá blíðum sjá og björgum hjá“
(3. er.). Og víst er það, að Eyvindarmúli er hvorki undir Múlanum (eins og
Hái-Múli) né heldur við hann (eins og Árkvörn). Eyvindarmúli er hjá Múlanum
(7. og 8. mynd). - Vegna þessa orðalags skiptir nokkru máli, að Árkvörn og
Hái-Múli eru upprunalega hjáleigur frá Eyvindarmúla. Samkvæmt Jarðabók
Arna Magnússonar og Páls Vídalíns hófst búskapur að Háa-Múla um miðja