Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 83

Andvari - 01.01.1979, Side 83
andvari TVEIR ÞÆTTIR UM EGILS SÖGU 81 sem er bergmálað í Grípisspá, þar sem hin dularfulla kona mun kenna Sigurði að mæla á hverja manns tungu. I fornu kristni riti íslenzku eru gjafir guðs taldar svo: „Gaf hann mönnum gjafir, því að hann sendi anda sinn ofan og veitti sumum mælsku, en sumum minni, sumum jarteinir, en sumum að mæla á margar tungur, en sumum bók- speki.“ Ummælin um málakunnáttu minna óneitanlega á Grípisspá, og þar sem talað er um mælsku, má taka til samanburðar bæði Hyndluljóð og Grípisspá (mælsku þína og meginhyggjur). Kafli þessi er þýðing á grein í Fyrsta Kórintubréf- inu, en annarri gerð snarað á þessa lund: „Sumum gefst spekimál fyrir heilagan anda, en sumum vitra fyrir hinn sama anda, en sumum gefst græðing og trúa í þessum anda. Sumum gefst græðing sótta, en sumum kraftaverk. Sumum spáleikur. Sumum andagrein. Sumum skilning tungna. Sumum málaþýðing. (Þetta allt vinnur hinn heilagi andi og skiptir svo með hverjum sem hann vill.)“ Einsætt er, að fyrri gerðin er líklegri en hin síðari að hafa verið íslenzkum skáldum og fræðimönnum til fyrirmyndar. Þótt Egill þakki Óðni þá Ijóðsnilld og geð, sem hann hlaut af skapara sínum, þá er ærið vafasamt að draga af kvæðinu ákveðnar ályktanir um Óðinsdýrkun. lón Helgason hefur nýverið rökstutt þá hugmynd, að Höfuðlausn Egils sé ekki eldri en frá því á tólftu öld, og ýmis annar kveðskapur, sem sagan eignar Agli, virðist ekki vera eldri en svo. Sonatorreki lýkur með þessum fjórum ljóðlínum, sem lýsa jafnaðargeði skálds- ins og sátt við tilveruna: Skal eg þó glaður med góðan vilja og óhryggur heljar híða. Sigurður Nordal ber þetta saman við orð Hávamála: Glaður og reifur skyli gumna hver, unz sinn híður hana. Nú hagar svo til um Hávamál, að í núverandi mynd sinni geta þau naumast verið öllu eldri en frá því á tólftu öld, enda er ærið vafasamt að eigna hugmynd- >na í þessu erindi heiðnum íslendingum eða Norðmönnum. Orðfæri Sonatorreks minnir og mun betur á eftirfarandi málsgrein í Stjórn: „Með glöðum hug og góðum vilja skulum vér gera alla hluti eftir þinni bæn og boði.“ Annars staðar í sama riti er beitt orðtakinu „glaður og í góðum hug“. Þegar við könnum hug- myndir í fornum kveðskap og sögum, komumst við ekki hjá því að sjá náinn skvldleika við lærð rit forfeðra vorra á tólftu og þrettándu öld. II , Eitt af mörgum verk ifnum, sem bíða rannsóknar, er skipulegur samanburður a Islendingasögum og f rnum þýðingum á Konungabókunum og öðrum hetjusög- l,m Gvðinga. Ýmsir a ðir í fornsögum vorum bera svo mikinn keim af Stjórn,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.