Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 130

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 130
128 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI er honum byrjaði, þá fyrir lét hann. Þau áttu fjóra sonu, einn var Sigurðr hrísi, Hálfdan háleggr, Guðröðr ljómi, Rögnvaldr réttilbeini. Síðan dó Snæfríðr, en iitr hennar skipaðist á engan veg; var hon jafnrjóð sem þá, er hon var kvik. Konungr sat æ yfir henni ok hugði, at hon myndi lifna. Fór svá fram þrjá vetr, at hann syrgði hana dauða, en allr landslýðr syrgði hann villtan. En þessa villu at lægja kom til læknanar Þorleifr spaki, er með viti lægði þá villu fyrst með eftirmæli með þessum hætti: „Eigi er, konungr, kynligt, at þú munir svá fríða konu ok kynstóra ok tígnir hana á dúni ok á guðvefi, sem hon bað þik, en tígn þín er þó minni en hæfir ok hennar í því, at hon liggr of lengi í sama fatnaði, ok er miklu sannligra, at hon sé hrærð ok sé skipt undir henni klæðum.“ En þegar er hon var hrærð ór rekkjunni, þá slær ýldu ok óþefani ok hvers kyns illum fnyk af líkarn- anum. Var þá hvatat at báli, ok var hon brennd; blánaði áðr allr lfkaminn, ok ullu ór ormar ok eðlur, froskar ok pöddur ok alls kyns illyrmi. Seig hon svá í ösku, en konungrinn steig til vizku ok hugði af heimsku, stýrði síðan ríki sínu ok styrkðist; gladdist hann af þegnum sínum, en þegnar af honum, en ríkit af hváru tveggja. Athyglisvert er, að Snorri het'ur þessa frásögn að mestu úr eldri konunga- sögu, svonefndu Agripi af Noregskonungasögum, er talið er að þrænzkur klerkur hafi ritað seint á 12. öld. Snorri fylgir þessari frásögn ögn eftir í 26. kap. Haralds sögu hárfagra, en hann er á þessa leið: Eftir þat er Haraldr konungr hafði reynt svik Finnunnar, varð hann svá reiðr, at hann rak frá sér sonu sína ok Finnunnar ok vildi eigi sjá þá. En Guðröðr ljómi fór á fund Þjóðólfs ins hvinverska, fóstrföður síns, ok bað hann fara með sér til kon- ungs, því at Þjóðólfr var ástvinr konungs. En konungr var þá á Upplöndum. Þeir fara síðan, en er þeir kómu til konungs síð aftans, ok settust niðr útarliga ok dulðust. Konungr gekk á gólfinu ok sá á bekkina, en hann hafði veizlu nökkura ok var mjöðr blandinn; þá kvað hann þetta fyrir munni sér: Mjök em nrinir rekkar til mjöðgjamir, fornir ok hér komnir hárir. Hví eruð ævar margir? Þá svaraði Þjóðólfr: HöfÖum vér í höfÖi högg at eggja leiki með vellbrota vitrum. Váruma þá til margir. Þjóðólfr tók ofan höttinn, ok kenndi konungr hann þá ok fagnaði honum vel. Þá bað Þjóðólfr konung, at hann skyldi eigi fyrir líta sonu sína, „því at fúsir væri þeir at eiga betra móðerni, ef þú hefðir þeim þat fengit“. Konungr játaði honum því ok bað hann hafa Guðröð heim með sér, svá sem hann hafði fyrr verit, en Sigurð ok Hálfdan bað hann fara á Hringaríki, en Rögnvald á Haðaland. Þeir gera svá sem konungr bauð. Gerðust þeir allir vaskligir menn ok vel búnir at íþróttum. Haraldr konungr sat þá um kyrrt innan lands, ok var friðr góðr ok árferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.