Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 57

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 57
ANDVARI JÓNAS GUÐLAUGSSON SKÁLD 55 var ekki eins ólmur í dægurmálum og Jónas Guðlaugsson gat stundum orðið, en lét samt nokkur framkvæmdamál vel til sín taka. Tvístirnið var að efni til nokkur hefðbundin frelsis- og föðurlandskvæði, náttúrukvæði og ástakvæði og söngvar, en í formi þeirra og hljóðfalli var sumt skemmtilega nýtt. Sigurður frá Arnarholti hélt svo að segja alla tíð áfram í þessum ljóðastíl, en Jónas Guðlaugsson barst fljótlega inn á aðra stigi, pólitísk viðfangsefni, gagnrýni og hvatningarkvæði. Þegar Jónas Guðlaugsson kom fyrst fram á sjónarsviðið, var þannig ástatt, að langri stjórnskipunardeilu var lokið með stofnun Heimastjórnarinnar í Reykja- vík. Tvennar eða réttara sagt þrennar úrlausnir höfðu áður verið aðalhitamálin, Benedizkan svonefnda, þá Valtýskan og í þriðja lagi sú stefna, sem lengst gekk í sjálfstæðismálum, skilnaðurinn. Hún hafði áður skotið upp kollinum, en var á þessum árum mest og ákveðnast haldið fram af Þorsteini Gíslasyni í Sunnanfara og Islandi. Hún virðist þá um tíma hafa átt mikil ítök í ungum mönnum, þó að það yrði ekki hún, heldur Valtýskan, sem markaði rnest hagnýtar stjórnmáladeilur næstu ára. Jónas Guðlaugsson er einmitt gott dæmi þess, hvernig öldur þessara hreyfinga brotnuðu þá í unglingi milli fimmtán ára og tvítugs, og af því að hann var óvenju bráðþroska, framgjarn og ófeiminn, er hægt að fylgja þessu betur hjá honum en flestum öðrum jafnöldrum hans. Það var stjórnmálaáhuginn, sem mest einkenndi Jónas Guðlaugsson um þess- ar mundir, bæði kvæði hans, - t. d. fánakvæði, - og greinar. Það má segja, að uppistaðan í hugsunahætti hans þá hafi fyrst og fremst verið sá almenni frelsis- andi, sem lá enn í landinu fyrir áhrif eða arfleifð Jóns Sigurðssonar, sem þá var orðinn frelsishetja fólksins. í öðru lagi kom til bergmálið af íslendingabrag Jóns Olafssonar, sem um allmörg ár kom títt á tungu fólks á mannfundum. í þriðja lagi svo áhrif frá skilnaðargreinum. En hin svonefnda praktiska pólitík Jónasar Guðlaugssonar var þó mest ákveðin af öðru, sem sé af stefnu og ákvörðunum þeirra manna, sem höfðu flokksforystu stjórnarandstæðinga eftir 1904. Það var ráðið suður í Reykjavík, að Jónas Guðlaugsson gerðist ritstjóri fyrir blaði stjórnar- andstæðinga á ísafirði og stofnaði Valinn í ágústlok 1906. Mest eða nær eingöngu voru það þó ísfirðingar, sem fjárhagslega stóðu að stofnun hans og kostuðu hann, svo sem Sigfús Bjarnarson, Jóakim Jóakimsson. Sigurður Kristjánsson úrsmiður og Pétur Oddsson í Bolungarvík. Lögðu þeir Jónasi fjögur þúsund krónur til blaðs- ins, og entust þær í eitt ár. Jónas var í Latínuskólanum, þegar þetta gerðist, og hætti námi til þess að fara í blaðamennskuna. Það var ekki öldungis eins út úr og sumir gætu nú ætlað, að fara í blaðamennsku vestur á Isafjörð á þeim árum. Þar höfðu einmitt gerzt ýmis helztu róstumál tímabilsins. Þar höfðu setið stjórn- málaforingjar og skáld og þjóðkunnir menn, eins og Skúli Thoroddsen og Hannes Hafstein. Skúli gaf þar út Þjóðviljann, en blað Hannesar þar var Vestri, sem Kristián H. Jónsson var ritstjóri að, en þeir Árni Sveinsson og Jón Laxdal stjórn- uðu ásamt honum. Þar hafði Hannes Hafstein um eitt skeið skrifað allmikið um stjórnmál. Þau þjóðmál, sem Jónas Guðlaugsson og félagi hans, Guðmundur skólaskáld, létu mest til sín taka, var fánamálið og héldu fast fram bláhvíta fán- anum og voru einnig að öðru leyti mjög ákveðnir landvarnarmenn. Valurinn var myndarblað að umbroti og letri, flutti allgóðar staðarfréttir og hafði mikið af verzlunarauglýsingum styrktarmanna sinna. Þar birtust ýmsar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.