Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 8

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 8
JÓN ÞÓRARINSSON um var kærast allra, en það var organleikarastarfið við dómkirkjuna í Reykja- vík, enda naut hann þar hæfileika sinna og menntunar til fullnustu. Organleikur hans í kirkjunni, tónleikahald og kennsla ungra organleik- ara hefur haft áhrif, sem ná víða og Islendingar munu lengi búa að. Um tónleikahald hans hér og erlendis verður rætt síðar í þessari grein. Einnig verður fjallað nokkuð um tónverk þau, er hann lét eftir sig. Meðal þeirra eru kórverk, hljómsveitarverk, leikhústónlist, tónverk fyrir orgel, nokkur píanóverk og fjöldi sönglaga. Afköst Páls á þessu sviði eru meiri en ætla mætti, þegar hvorttveggja er haft í huga: umfang þeirra starfa annarra, er hann hafði með höndum, og það, hversu tímafrek iðja tón- smíði er. Páll ísólfsson var fæddur í Símonarhúsum á Stokkseyri 12. október 1893. Foreldrar hans voru Isólfur Pálsson og Þuríður Bjarnadóttir, og var Páll elztur af tólf börnum þeirra hjóna. ísólfur Pálsson var á margan hátt merkilegur og óvenjulegur gáfumaður. Hann var sonur Páls Jónssonar hreppstjóra í Syðra-Seli við Stokkseyri og konu hans, Margrétar Gísladóttur ljósmóður. Bæði voru þau af hinni alkunnu Bergsætt. Þau áttu einnig tólf börn, og var Isólfur yngstur þeirra. I Syðra-Seli var menningarheimili og þeir Sels-bræður miklir frömuðir í félagslífi á Stokkseyri og Eyrarbakka. Þungur harmur var kveðinn að þessari fjölskyldu, þegar heimilisfaðirinn, Páll Jónsson, fórst í lendingu í Þorlákshöfn í febrúar 1887, ásamt Bjarna syni sínum. Bjarni, sem var tæplega þrítugur að aldri, var formaður á bát þeirra feðga. Hann var org- anleikari í Stokkseyrarkirkju, samdi lög, skrifaði leikrit og hafði af eigin ramleik lært frönsku svo vel, að hann var læs á bækur á því máli. Sonur hans var Friðrik Bjarnason, tónskáld í Hafnarfirði. Skuggi þessa hörmulega slyss mun lengi hafa hvílt yfir fjölskyldunni. En Margrét Gísladóttir, sem var dugmikil gáfukona, stóð fyrir búinu á Syðra-Seli eftir fráfall manns síns. Eftir að Isólfur var uppkominn, stundaði hann sjó eins og aðrir Stokks- evringar, varð formaður og fórst þzð ágætlega, hafði orð fyrir að vera heppinn, varfærinn, veðurglöggur og forspár. Af fáeinum tímaritsgrein- um frá efri árum hans má sjá, að hann Jiefur verið athugull fróðleiks- maður. Hann var sjálflærður læknir, og var talið, að hann hefði veitt mörgum bót meina sinna. Hann var uppfinningamaður, en fór dult með. I vestur-íslenzka blaðinu Lögbergi frá 1909 er þó sagt frá ýmsum upp- finningum hans, og vekur það furðu, hve margt hann hefur á prjónunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.