Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 65

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 65
ANDVARI HALLÆRI OG HNEYKSLISMÁL það niður hundruðum saman. Hafísinn fyllti firðina á Norður- og Austurlandi í apríl og liggur þar enn (í byrjun júlímánaðar samkvæmt síðustu fréttum); hann rak einnig inn á suðurfirðina á Austurlandi og er það mjög óvanalegt, svo að vorið naumlega var byrjað í lok júní. Sökum þess að íbúana síðastliðið ár skorti bæði hey og forða, þá hafa þeir eigi efni á að kaupa korn og mais, sem hefir verið flutt upp til fóðurs, og þar að auki hafa samgöngur þeirra við verzlunarstaðina hindrazt af illviðrunum. Þess vegna hefir peningur þeirra svo þúsundum skiptir fallið, sauð- burður misheppnazt, sauða- og kúamjólk, sem er aðalfæða íslendinga, skortir, hin vanalega haustverzlun þeirra fjársala, tólg og ull, sem þeir verða að hafa i staðinn fyrir peninga til þess að kaupa fyrir aðfluttar nauðsynjavörur, mun algjörlega bregðast þeim. Síðast í apríl kom ofsaveður, sem varaði í tíu daga, og sökkti í kaf með sandroki mörgum bæjum í sveitunum kringum Heklu. Og að lyktum komu mislingarnir: þeir gengu þar fyrir 36 árum, og munu þeir verða banvænn og enginn smáræðis-sjúkdómur á þeirri þjóð, sem eigi er þeim vön. Þeir komu fyrst í Reykjavík, og liggur þar nú nálega helmingur íbúanna, en margir eru dánir, og nú eru þeir að dreifast út um landið. (Daily News 8. ágúst, ísafold 8. september 1882). Menn brugðust vel við áskorun Morris til samskota, og 22. september var sjóðurinn orðinn 3.700 sterlingspunda, eða tæplega 67.000 'kr. (Það skal nefna sem dæmi verðs krónunnar, að 1882 voru Reykvíkingar að kvarta yfir að þurfa að borga 24 aura fyrir pundið af sauðakjöti (Skuld 10. nóvember). Rúgur kostaði 22 kr. og kaffi 60 kr. sekkurinn í Stykkisbólmi (Arbók SnæfeHinga og Hnapp- dæla, Lbs. 616 4to).) Meirihluta fjárins var varið til fóðurkaupa, og var Eiríkur útnéfndur til að fara með gjafavörurnar til íslands og sjá um úthlutun þeirra. Hinn 5. október lagði hann af stað með skipinu Lylie, sem ;kaupmenn tveir höfðu útvegað nefndinni, og þrátt fyrir margs konar erfiði og illviðri rák hann erindi sitt af mestu samvizkusemi. Vörurnar voru settar í land á Djúpavogi, í Reykjavík, á Borðeyri, í Skagafirði og á Akureyri, og alls staðar var Eiríki fagnað með þakklæti og almennri alúð. En ekki var allt með felldu. Á meðan Eiríkur var að búa sig undir ferðina, birtu bæði innlend og útlend blöð bréf og greinar, sem drógu í efa sannleika yfirlýsinga þeirra, sem nefndin hafði gefið út. Ritstjóri Isafoldar, Eirí'kur Briem, prentaði til dæmis tvö bréf frá nafna sínum Magnússyni og 'þýðingu á áskor- un Williams Morris til almennings í Isafold 8. september 1882, en bætti svo við grein eftir sjálfan sig. I benni segír hann, að þeir sem beðið höfðu Eirík um 'hjálp „hafa án efa gjört meira úr þeim vandræðum, sem þar eiga sér stað, heldur en ástæða er til. Að til dæmis nokkurs staðar á Vesturlandi sé sú hunsurs- neyð, að fólk muni eigi geta þolað venjulegan mat, er hreint eigi satt; og heldur eigi, að fjöldamörg tún í Strandasýslu og Húnavatnssýslu séu óljábær". Hann bendir á það, að Borgfirðingar og Dalamenn voru hættir því að biðja um hallærislán úr viðlagasjóði og að Coghill, frægum umboðsmanni Slimons (Leith and Iceland Shipping Company), sé treystandi til, „að hann eins og í fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.