Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 17

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 17
ANDVARI PÁLL ÍSÓLFSSON 15 orði um hann, að hann hefði reynzt sér „ekkí aðeins beztí kennarí, heldur eins og faðir og sálusorgari." Karl Straube var um fertugt, þegar fundum þeirra Páls bar fyrst sam- an. Hann hafði byrjað tónleikahald liðlega tvítugur og gat sér brátt frægð- arorð sem frábær Bach-túlkandi og fyrir kynningu á orgelverkum Regers. Hann hafði starfað í Leipzig frá 1902, er hann gerðist organleikari við Tómasarkirkjuna. Frá 1903 var hann einnig stjómandi Bachvereinkórs- ins. Kennari við Tónlistarháskólann varð hann 1907 og prófessor ári síðar. Til hans sóttu nemendur frá mörgum löndum, og komust færri að en vildu. Þegar Páll Isólfsson bættist í nemendahópinn hjá Straube, mun hann tæpast hafa haft þann undirbúning, sem Straube annars krafðist, þegar nýir nemendur áttu í hlut. Páll gat þess tíl, að sjálfsögðu í gamni, að hann hefði langað til að geta sagt: „Jafnvel íslendingur lærði hjá mér." En það er fátt vitað um þennan mann, sem bendir til að hégómaskapur al nokkru tagi hafi ráðið gerðum hans. Hitt er sennilegra, að hann hafi talið sig finna í fari þessa unga íslendings einhverjar þær gáfur og hæfileika, sem vert væri að hlúa að og leggja rækt við. Hvernig sem þessu kann að vera farið, er það víst, að Straube lét sér ákaflega annt um þennan nýja nemanda sinn. Það var ekki aðeins að hann kenndi honum orgelleikinn frá fyrstu pedalæfingum til flóknustu verka Bachs, Regers og annarra stórmeistara, heldur fylgdist hann líka með framförum Páls í öðrum greinum og hafði bréfasamband við Jón Pálsson, til þess að láta hann vita hvernig náminu miðaði áfram. Utan námsefnis- ins ræddi hann við Pál um margvíslegustu hluti, enda var hann ákaflega fjölfróður og víðlesinn og átti afar mikið og gott bókasafn, sem Páll naut góðs af. Hann vakti hjá nemanda sínum áhuga á bókmenntum, sögu og heimspeki og leiðbeindi honum um lesefni í þessum greinum og öðrum. Páll sagði síðar á ævinni, að Karl Straube, Sigurður Nordal og Árni Kristj- ánsson hefðu verið beztu ráðgjafar sínir um bókaval. Straube var aðsópsmikil persóna og áhrifaríkur í viðkynningu, að sögn Páls. Kennari var hann frá- bær, en gat verið strangur og átti til að taka óþyrmilegum tökum þá nem- endur, sem honum þótti sýna af sér yfirlæti og hroka. En aldrei mun hafa reynt á það í viðskiptum þeirra Páls. Straube æfði árlega með Bachverein-kórnum Mattheusarpassíu og kantötur Bachs, óratóríur Hándels og kórverk e'ftir Beethoven, Brahms og marga aðra meistara. Hann lét orgelnemendur sína syngja með kórnum, og kynntust þeir þannig verkefnunum „innan irá", ef svo má segja, en marg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.