Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 91

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 91
ANDVAHI MEÐ WAGNER I BAYREUTH 89 Hér sjást gamlar hallir, eins og svo víða á Þýzkalandi, frá þeim tímum er landið skiptist í konung- eða fursta- dæmi, og gnæfir ein þeirra á hæð fyrir enda götunnar, sem ég bjó við, en skammt þar frá stendur óperuhús gam- alt, er markgreifinn, sem þarna sat, lét reisa í ítölskum barokkstíl, forkunn- arfagurt að innan og eitt hið fegursta í álfunni frá þeim tíma. Þarna, í þessu leikhúsi flutti Wagner IX. Sinfóníu Beethovens sem upphaf að fyrstu há- tíðarsýningunni í Bayreuth 1876. Þó að andi Wagners svífi hér yfir vötnunum, er einnig annarra að minn- ast. Hér fæddist Max Stirner - öðru nafni Kaspar Schmidt, heimspekingur og anarkisti, sem afneitaði trú, siða- lögmáli og ríkisvaldi, „hinum betra manni", er hann kallaði svo, og hér, í Bayreuth, átti skáldið Tean Paul Richt- er, andlegur lærifaðir Schumanns, heima um langt skeið, og er ein gatan við hann kennd. Og í gamla borgar- grafreitnum hvílir Franz Liszt undir lágu leiði, steinhellu, umkringdri blóm- um og dvergsýpressum. Á hellunni lágu tvö lauf, annað visið og klesst niður í steininn, hitt grænt og lifandi. „Wahnfried", hús Wagners, var lokað öllum óviðkomandi, en minjasafnið, sem er í námunda við það, stendur hverjum gesti opið. í leiðinni þangað skoða menn gröf þeirra Richards og Cosimu, þar sem þau hvíla saman. Hávaxin lauf- tré fella saman krónur sínar yfir þessu leiði eins og yfir Tristan og Isold forðum. Fugl kvakaði á grein, meðan ég stóð þar við. Það er meira en dagsverk að skoða Gedenkstátte eða Minjasafn Richards Wagners. Þar eru ógrynni mynda, handrita, bréfa. Myndir af Wagner og fjölskyldu hans og öllu því fólki, sem kom við sögu hans, myndir frá þeim stöðum, þar sem hann dvaldi, ljósmyndir, leiksviðsmyndir, uppdrættir, teikningar, málverk, högg- myndir; handrit að tónverkum hans, leiktextum og öðrum ritum; bréf hans sjálfs °g annarra; skjöl, auglýsingar, efnisskrár, - öllu raðað í tímaröð, svo að auðvelt er að lesa lífsferil tónskáldsins úr þessum gögnum. Þarna eru og margir aðrir munir, svo sem hljóðfæri, taktsprotar, ritföng, tóbaksdósir, húsgögn og margt annað. Þarna má t. d. sjá flygil meistarans, sem hann kompóneraði við, og sófann, sem hann sat á í Feneyjum, er dauðinn vitjaði hans. Allt, sem við sjáum, skýrir mynd þessa geníala anda og persónu hans, hins lágvaxna, granna, skarpleita manns með kúpta ennið yfir bognu nefi og útstandandi höku, - hins kinnbeinabera, fagur- Richard Wagner
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.