Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 35

Andvari - 01.01.1979, Side 35
BJÖRN JÓNSSON: Berserkjahraun Mér er ekki kunnugt um, hvort hraun- gos hér á landi hafi víða orðið á lág- lendi, en held, að það hafi ekki víða verið. En hér í Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu er mér kunnugt um, að á fjór- um stöðum hafa slík hraungos átt sér stað, þ. e. Barnaborgahraun, Eldborg- arhraun, Búðahraun og Berserkjahraun. Þar sem mér er ekki kunnugt um, að nokkur lýsing sé til af Berserkjahrauni, þá langar mig að gera tilraun að drög- um á lýsingu af því. Enda má segja, að hæg séu heimatökin, þar sem ég í fulla þrjá aldarfjórðunga hefi átt heima í næsta nágrenni við hraunið. Hraun þetta hefir komið upp á lág- lendi úr fjórum eldvörpum, sem kölluð eru rauðu eða gráu kúlur eftir litnum, sem á þeim er. í raun eru þær allar rauðar, en mosagróður, sem safnazt hef- ir á þær, þó misjafnlega mikill, gefur þeim breytileg nöfn. Líkur sýnist mér á, að lítið hraun hafi komið úr tveim af þessum kúlum, heldur hafi þar verið um ösku og vikurgos að ræða. Urn stærð þessa hrauns veit ég ekki með vissu, en held, að það hafi aldrei verið mælt sérstaklega, enda lögun þess þannig, að það hlýtur að vera nokkurt nákvæmnisverk. Ég hygg þó, að stærð þess sé nálægt 12 ferkílómetrum. Hraunið er í vesturhluta Helgafells- sveitar, og má heita, að það nái á milli fjalls og fjöru, þó er nokkurt bil á milli fjallsins og hraunsins, og þar hefir hraunrennslið stíflað framrás nokkurra lækja og einnar smáár. Þar hefir því myndazt stöðuvatn, sem þessi straum- vötn renna í, þetta vatn hét á fyrstu ár- um byggðarinnar Svínavatn, en nú heit- ir það Selvallavatn. í því hefir verið allgóð silungsveiði til mikilla hlunninda á þeim jörðum, sem land eiga að vatninu, en það eru jarðirnar Selvellir og Berserkjahraun. Það þótti með ólíkindum, að ekkert frárennsli sást úr vatninu, þó sjáanlega renni sí og æ í það mikið vatn, en lík- lega er nú nokkuð síðan, að menn fundu töluvert innrennsli í hraunið úr vatn- inu, þó ekki blasi við sjónum, hvað af því vatni verður. Önnur ráðgáta var einnig óleyst lengi vel, og er það ef til vill enn, en sú ráð- gáta var í sambandi við silunginn í vatn- inu, en í því var og er enn mikil rnergð af silungi, en hann er fremur smár. Nú þótti ekki liggja í augum uppi, hvaðan silungurinn hefði komið í vatnið, né heldur hver rök lágu til þess, að á vor- in veiddist úr vatninu silungur feitur og fallegur með gljáandi hreistri, eins og hann væri nýrunninn úr sjó. Úr þessum gátum hefir nú verið leyst að nokkru. Um frárennslið er það að segja, að um fjörur sjást vatnslindir koma upp úr fjör-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.