Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 39

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 39
ANDVARI BERSERKJAHRAUN 37 sem liggur yfir hraunið utan frá hinu gamla Gagngötuklifi inn hraun á sömu slóðum og Gagngatan lá inn í Kúlur og þaðan inn á Kerlingarskarðsveg. Norðanvið þennan veg milli Klifsins og Kúinanna er séhkennilegur hraunstrípi, sem kallaður er Riddarinn. Nokkru aust- ar en gatan úr Smáhraununum kemur á akveginn í Kúlunum liggur gönguveg- ur til suðurs um Kúlnaháls á leið að Selvöllum, en Kúlnaháls er á milli Smá- hraunakúlu og Gráukúlu. Þegar suðurfyrir Kúlnaháls kemur, þá tekur við sléttur sandur niður að Sel- vallavatni (Svínavatni) og vestur að hraunkantinum, en við hraunkantinn er sandurinn grasigróinn, heitir þar Hraun- flöt. Fyrir um 40 árum byggði starfs- fólk Kaupfélags Stykkishólms í Stykkis- hólmi sumarbústað á Hraunflöt og nefndi hann Hraunprýði. Þessi bústað- ur er enn við lýði, og er honum vel við haldið, en nú munu eigendur hans vera búsettir á Reykjavíkursvæðinu. Hraunkanturinn meðfram Selvalla- vatni er nokkuð hár, og á því svæði er hraunið mjög mishæðótt og surns staðar háir einstæðir strípar, meðal þeirra er einn strípi stutt frá vatninu, sem heitir Orn. A milli Arnarins og fossins í Fossá, sem er sunnan við vatnið, eru í beinni línu veiðimörk í vatninu á milli Ber- serkjahrauns og Selvalla. Við vesturenda Selvallavatns, þar við hraunjaðarinn, er fornt mannvirki. Það er hinn svokallaði Selvallanátthagi, þar eru fallegir grashvammar inn í hraun- ið. Ef haldið er niður með hraunkant- inum að vestan, þá er áður en langt líð- ur komið að Gagngötuklifi, en á þess- ari leið á milli klifsins og vatnsendans lá alfaraleiðin á fyrstu tímum byggðar- innar upp í hlíð Hornshálsins, og þar heitir Tæpagata. Neðar með hraunkant- inum er Hornsnátthaginn og innrekstr- arbyrgi, en vestan við það gengur breitt vik inn í hraunið, austast í því liggur vegur niður Mjósundahraun. Sá vegur heitir Kirkjustígur og hefir í öndverðu verið aðeins göngugata að sóknarkirkj- unni í Bjarnarhöfn, en nú er þarna ak- vegur. Ef farið er yfir hraunvikið og haldið út með hraunkantinum, þar fellur út með honum á, sem heitir Þórsá, hún rennur út í Hraunsfjörð, og innan lít- illar stundar er komið út að firðinum. En þar gengur út úr hraunbrunanum nes, hraunlaust svæði, það heitir Búða- nes, og bendir nafnið til, að frá þess- um stað hafi verið útræði, frá byggð- inni ofan hraunsins, sem í daglegu tali var kölluð Utbotnar, og jarðirnar þar 5 að töiu Botnajarðir. Lítið sést nú af mannvirkjum á Búða- nesi, enda varla verið mikil, en þó má sjá þar uppsátur og naust, sem stað- festir þann raunveruleika, sem á bakvið nafngift Búðaness liggur. Eg vil hér vegna þeirra gífurlegu breytinga, sem hér hafa orðið á síðast- liðnum aldarþriðjungi í sambandi við Hraunsfjörð og einnig í sambandi við Búðanes geta þess, að áður en Mjósund voru brúuð, þá féll sjór óhindrað út og inn um Mjósundin og um stórstraums- fjörur mátti heita, að fjörðurinn þorn- aði, þó var alltaf djúpur áll framan fyrir Mjósund upp með hrauninu að vestan alveg upp að Búðanesi, og var þar bát- gengt, þótt stórstraumsfjara væri, og þess vegna hindraði það ekki sjósókn frá Búðanesi, þó fjörðurinn mætti heita þurr. Áður fyrr var stutt á fiskimið þarna að vori og sumri, því ef sílferð var að nokkru ráði, þá gekk fiskur á Urthvalafjörð, það er fremrihluti Kol- grafarfjarðar eins og hann heitir nú. En hvort tveggja er, að fiskur af grunnmið- um er löngu horfinn, enda er Ifka búið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.