Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 32

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 32
30 JÓN ÞÖRARINSSON skipti að túlka verk meistaranna." Honum rann til rifja sú kaldhæðni, sem hann þóttist finna í fari Islendinga, ásamt tómlæti þeirra og virðingarleysi fyrir ýmsu, sem öðrum þjóðum er heilagt. Hann var trúmaður, þótt ekki hefði hann mörg orð um viðhorf sín í þeim efnum. Hann efaðist ekki um tilveru æðri máttarvalda, trúðí á mátt bænarinnar og vildi engu neita um tilveru fyrirbæra, sem nefnd hafa verið yfirskilvitleg. Páll Isólfsson var á margan hátt mikill hamingjumaður. Hann var ágæt- um gáfum gæddur, eins og fram hefur komið. Þótt ekki sliti hann skóla- bekkjum í æsku fremur en mörg önnur ungmenni af sömu kynslóð, naut hann þess, að menningarlíf stóð með ótrúlegum blóma á Stokkseyri og Eyrarbakka á uppvaxtarárum hans. Hann er eina meiri háttar tónskáld íslenzkt, sem hefur átt tónskáld að föður. I sérgrein sinni naut hann þeirrar beztu menntunar, sem völ var á. Þegar hann fór til náms, voru dönsk áhrif svo til einráð í íslenzku tónlistarlífi, en Danir höfðu hins vegar frá ómunatíð sótt flest til Þjóðverja í þeim greinum. Hér var brotið við blað: Páll leitaði til höfuðbólsins fremur en hjáleigunnar, þegar hann hleypti heimdraganum. Hann drakk í sig þau menningaráhrif, sem að honum streymdu, hafði glöggan skilning og gott minni. Hann var þeirri gáfu gæddur, að geta dregið ályktanir og lærdóma bæði af lestri sínum og reynslu. Hann valdi sér til félagsskapar og naut umgengni við m:rga gáfu- og menntamenn, sem að sínu leyti sóttust eftir félagsskap hans og mátu hann mikils. Hann kunni vel að nýta sér þau samskipti til aukins þroska. Þanníg gerðíst hann fjölmenntaður maður langt umfram margan þann, sem langskólagenginn er kallaður. I list sinni naut hann óskoraðrar viðurkenningar allra dómbærra og óvilhallra manna, bæði sem organleikari og tónskáld, og vinsælda með:l almennings umfram flesta menn aðra. Þótt lífskjörin væru erfið á fyrstu árunum hér heima, rættist úr því, þegar fram liðu stundir. Og hann naut þeirrar sérstöku gæfu að verða mestur áhrifamaður um þær öru framfarir, sem urðu í íslenzku tónlistarlífi á fyrra helmingi þessarar aldar. Páli Isólfssyni var sýndur margvíslegur sómi fyrir störf sín og afskipti af tónlistarmálum. Hann var sæmdur fjölda heiðursmerkja, innlendra og erlendra, og var heiðursfélagi ýmissa samtaka listamanna. Oslóarháskóli veitti honum heiðursdoktorsnafnbót 1945, og 1956 var hann kjörinn félagi Konunglegu sænsku tónlistarakademíunnar. I einkalífi sínu varð honum einnig flest til hamingju. Hann kvæntist 1921 Kristínu Jónsdóttur Norðmann, fíngerðri og listhneigðri konu. Börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.