Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 30

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 30
28 JÓN ÞÓRARINSSON hann þjáður af svo nefndri Parkinsons-veiki, sem lamaði starfsþrek hans, kom í veg fyrir, að hann gæti leikið á hljóðfæri sitt, torveldaði honum all- ar hreyfingar og gerði honum erfitt um hæði mál og skriftir, enda þótt hann héldi andlegu atgcrvi sínu. Þetta voru lning örlög fvxir svo virkan ö ö i o ö J þátttakanda í mannlífi og list sem Páll ísólfssón hafði verið. En hann bar byrði sína með kjarki og æðruleysi. I lann fylgdist vcl mcð því, scm gcrðist í þjóðlífinu, hlustaði mikið á útvarp og hafði ánægju af heimsóknum vina sinna. Hann andaðist 23. nóvember 1974. Páll Isólfsson hafði til að bera mikinn og glæsilegan persónuleika. Hann var dökkur á hár og brúneygur, ef til vill dálítið útlendingslegur í yfir- bragði, eins og verið hafði Þórdís Eyjólfsdóttir, amma hans, hár vexti, þeg- ar miðað er við hans kynslóð, hafði verið tággrannur á yngri árum, en gerðist feitlaginn, þegar árin færðust vfii. Hann var að jafnaði hress og glaður í bragði og hafði einatt gamanyrði á vörum, en undir niðri var hann alvörumaður og ekki laus við hneigð til þunglyndis, eins og Isólfur, faðir hans, hafði verið. Hann var skapmikill og fór ekki dult með, ef honum mislíkaði, en var fljótur að gleyma misgerðum og vildi lifa í sátt við alla menn. A gleðistundum var hann allra manna skemmtilegastur og eftirsóttur, þegar halda skyldi mannfagnað. Sjálfur var hann mikill höfð- ingi heim að sækja og hafði ánægju af fjölmenni í kringum sig. Hann var sagnasjór hinn mesti og sagði frá manna bezt. Hann bjó yfir mikilli hermigáfu, sem hann beitti stundum til skemmtunar, en aldrei af ill- kvittni. Með aldrinum varð hann æ tregari til að bregða fyrir sig þeirri íþrótt og gerði það aldrei nema í þröngum vinahópi. Páll var ágætlega ritfær, ef hann vildi það við hafa, en þó enn betur máli farinn. Hann hugsaði margt og átti gott með að koma hugsunum sínum í orð. Þetta má meðal annars ráða af bókunum tveim, sem háfa að geyma viðtöl þeirra Matthíasar skálds Johannessens og oft hefur verið vitn- að í hér að framan. Æskuminningarnar eru ekki sízt skemmtilegar af- lestrar. Páll hefur verið viðkvæmt barn, segist hafa verið pasturslítill og ónýtur til allrar vinnu. Hann mun hafa notið þeirrar tillitssemi að vera ekki mjög haldið til erfiðra verka. Athygli hans var ákaflega næm, og um sjötugsaldur, þegar bækurnar verða til, standa honum lifandi fyrir hugskots- sjónum menn og atburðir frá bernskuárum. Hann var þaulkunnugur um- hverfi sínu og tók á sinn hátt þátt í þeirri erfiðu lífsbaráttu, sem þar var háð. Stokkseyringar sóttu brauð sitt að miklu leyti í greipar Ægis, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.