Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 103

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 103
ANDVABI GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 101 sögu helga í Heimskringlu, er birt var í Minjum og menntum, afmælisriti helguðu Kristjáni Eldjárn sextugum 1976. Ég he'f þó sleppt nokkrum dæm- um úr Egils sögu í samantekt þeirri, er nú verður horfið að. Um gamansemi Snorra Sturlusonar í Eddu hans má segja líkt og um heilagan anda, að hún sé alls staðar nálæg. Yfir stílnum er einhver notalegur blær, yljaður af þeirri frásagnargleði, sem Snorra er svo eiginleg. Snorri lýsir vel tilgangi sínum með Eddu, að semja kennslubók í skáld- skap, þegar hann snemma í Skáldskaparmálum kemst svo að orði: „En þetta er nú at segja ungum skáldum, þeim er girnast at nema mál skáld- skapar ok heyja sér orðfjölda með fornum heitum eða girnast þeir at kunna skilja þat, er hulit er kveðit, þá skili hann þessa bók til fróðleiks og skemmtunar." Og hann heldur áfram og segir - og svarar iþeim, er taliS hafa verk hans afturhvarf til heiðinnar trúar: „En ekki er at gleyma eða ósanna svá þessar frásagnir at taka ór skáldskapin- um fornar kenningar, þær er höfuðskáld hafa sér líka látit. En eigi skulu kristnir menn trúa á heiðin goð ok eigi á sannindi þessa sagna annan veg en svá sem hér finnst í upphafi bókar." Sigurður Nordal hefur lýst aðferð Snorra snilldarlega í bók sinni um hann, þar sem hann segir: „Formáli og umgerð Gylfaginningar eru eins og tvöfaldur skíðgarður, sem Snorri smíðar um heim goðanna. Þau slá varnagla um skoðanir Snorra sjálfs um þann veruleika, sem í goðatrúnni sé fólginn. Síðan getur goðalífið átt sér frjálsan leikvöll innan þessara vébanda, án þess að rekast á eða koma í bága við þær vísindaskoðanir eða trúarbrögð, sem utan þeirra eru. Nú má Hár segja það fortakslaust, að Freyr ráði fyrir regni og skini sólar og á hann sé gott að heita til árs og friðar, þó að þetta sé hvorki í samræmi við trú né siðu íslendinga á 13. öld. Hitt hefði gert alla frásögnina sundurlausari og áhrifaminni, ef var- nagli hefði verið sleginn við hvert atriði: Því trúðu menn í heiðnum sið, að Freyr réði fyrir regni o. s. frv. Formálinn og umgerðin eru í einu gerð til þess að full- nægja kröfum kirkjunnar, sagnfræðinnar og listarinnar. En þegar inn fyrir skíðgarðinn kom, að því, sem var sjálfur tilgangurinn: að skýra frá hinni fornu goðafræði, var næsta spurningin, hvernig ætti að skipa efninu."1) Ef vér lítum á upphaf formálans, er engu líkara en prestur sé þar að hefja prédikun sína: Almáttigr guð skapaði í upphafi himin ok jörð ok alla þá hluti, er þeim fylgja, °k síðast menn tvá, er ættir eru frá komnar, Adam ok Evu, ok fjölgaðist þeira kynslóð ok dreifðist um heim allan. 2) Sigurður Nordal: Snorri Sturluson, 2. prentun, Reykjavík 1973, bls. 90.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.