Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 87

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 87
ÁRNI KRISTJÁNSSON: Með Wagner í Bayreuth Á hallanda sumri ár hvert, þegar skógurinn dökknar og vínviðurinn vefur sig um hæðir Frankalandsins, skrýðist einnig Bayreuth, borgin milli hæðanna við upp- tök Mainelfar, sínu bezta skrúði og heldur hátíð, sem um skeið breytir þessum litia kyrrláta bæ í höfuðborg tónlistarlífsins í Evrópu. Gestir og gangandi streyma þangað úr öllum áttum, músíkantar af öllu Þýzkalandi, hljóðfæraleikarar með gigjur sínar, lúðra og hljóðpípur, söngvarar og sviðsstjórar, tæknimeistarar, trúðar, leikarar og aðrir listarinnar þjónar, fréttamenn og ferðamenn, sem koma unn- vörpum til þess að sameinast undir merki meistarans, er stofnsetti hér á þessum stað þýzkt þjóðleikhús fyrir rúmum hundrað árum. 011 borgin verður iðandi af lífi. íbúarnir, sem hversdagslega sýsla við störf sín í kyrrþey, snúast nú um framandi gesti úr nýja og gamla heiminum, en loftið fyliist kliði ólíkustu tungumála, er brotna hvert við annars hreim í margvíslegum biæbrigðum, - í gistihúsum og á götum úti. Wagner, - þetta orð eiga allar tungur sameiginlegt, þótt hver kveði að því á sinn hátt, - Wagner er sameiningartákn allra, er hingað sækja. Bayreuth er borg Richards Wagners og virki Iistar hans. Hér fann þessi órólegi andi loks samastað eftir stormasamt líf, löngum í útlegð frá föðurlandi sínu, hér stendur hús hans Wahnfried, „wo mein Wáhnen Frieden fand“, eins og hann lét letra á framhlið þess, - hér lagði hann grundvöll að frama sínum og veraldarfrægð, og hér, - í grænum lundi að baki húss síns, var hann liðinn lagður í mold. Niðjar hans hafa búið í Bayreuth eftir hans dag og haldið heiðri hans hátt á loft: fyrst Siegfried sonur hans, sem tók við arfinum ásamt móður sinni Cosimu, dóttur Liszts, - en hún var lengi æðsti prestur í musterinu, - og síðar synir Siegfrieds tveir, Wieland og Wolfgang, og þeirra móðir Winifred. Wieland er nú allur, en Wolfgang lifir og stjórnar leiksýningum í Festspielhaus. í meira en níu áratugi Lefir „goðið í Bayreuth" - eins og Debussy kallar Wagner - setið þar á stalli og laðað til sín pílagríma hvaðanæva svo þúsundum skiptir, er koma þangað yfir lönd °g höf á hverju sumri til að njóta listar hans, dýrka hann og vegsama. Hér, í Bayreuth, rættust draumar Richards Wagners. Draumar Wagners? Já, Wagner dreymdi stóra drauma: - um nýtt samfélag, nýja menningu, nýtt líf og nÝja list, nýtt leikhús handa þjóðinni í andstöðu við hirðleikhús þeirra tíma, og hann boðaði hugsjónir sínar í ræðu og riti, en einkum þó í söngleikum sínum, sem áttu að vera fyrirmyndir eða frummyndir að listaverkum framtíðarinnar og jafnframt magnaðar hugvekjur til nýrra lífsskoðana. „Der Ring des Nibelungen"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.