Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 104

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 104
102 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVABI En er fram liðu stundir, þá ójafnaðist mannfólkit. Váru sumir góðir ok rétt- trúaðir, en miklu fleiri snerust eftir girnðum heimsins ok órækðu guðs boðorð, ok fyrir því drekkði guð heiminum í sjóargangi ok öllum kykvendum heimsins nema þeim, er í örkinni váru með Nóa. Allt fór þó á sömu leið aftur ok svá mikit gerðist at því, at þeir vildu eigi nefna guð. En hverr myndi þá frá segja sonum þeira frá guðs stórmerkjum? Svá kom, at þeir týndu guðs nafni, ok síðast um veröldina fannst eigi sá maðr, er deili kunni á skapara sínum. En eigi at síðr veitti guð þeim jarðligar giftir, fé ok sælu, er þeir skyldu við vera í heim- inum. Miðlaði hann ok spekðina, svá at þeir skildu alla jarðliga hluti ok allar greinir, þær er sjá mátti loftsins ok jarðarinnar." Þetta upphaf Snorra er þrauthugsað, þar er í senn sveigt til við heit- trúaða samtíðarmenn, er amast kynnu við hinu heiðna innihaldi bókar hans, og alið á umburðarlyndi við þá, er týnt hafa guðs nafni. Miskunn guðs er mikil, og eins væntir Edduhöfundur þess síðar, svo sem fram er komið, að menn verði miskunnsamir og gleymi ekki eða ósanni svo frásagnir hans „at taka ór skáld- skapinum fornar kenningar, þær er höfuðskáld hafa sér líka ládt“, enda sé hann ekki að boða kristnum mönnum trú á heiðin goð eða halda því fram, að frá- sagnir hans séu endilega sannar. Bókina eigi fyrst og fremst að skilja „til fróð- leiks og skemmtunar". Gamanið sýður hvarvetna undir, og vér sjáum, að sums staðar hlakkar í honum við tilhugsunina um skemmtilega sögu, er hann ædar þó að treina sér um stund. I framhaldi af frásögn um Braga er Elár t. a. m. látinn segja: „Kona hans er Iðunn. Hon varðveitir í eski sínu epli þau, er goðin skulu á bíta, þá er þau eldast, ok verða þá allir ungir, ok svá mun vera allt til ragnarökrs." Þá mælti Gangleri: „Allmikit þykki mér goðin eiga undir gæzlu eða trúnaði Iðunnar.“ Þá mælti Hár ok hló við: „Nær lagði þat ófæru einu sinni. Kunna mun ek þar af at segja, en þú skalt nú fyrst heyra nöfn ásanna fleiri." Fróðleikurinn situr þannig tíðum í fyrirrúmi, en stundum líkt og í þessu tilviki kynnir hann stuttlega efni, sem hann segir rækilega frá síðar. Ein hin fyrsta saga, sem hann fer ýtarlega í, en hafði kynnt áður, er af Fenrisúlfi. Snorri telur þar í upphafi börn Loka Laufeyjarsonar og gýgjarinnar Angurboðu og segir örlítið frá systkinum Fenrisúlfs, Miðgarðsormi og Hel, er koma betur <við sögu síðar. Lllfurinn hefur hæði leyst sig úr Læðingi og drepið sig úr Dróma, og óttast nú æsir, at þeir muni ekki fá bundið hann. Þá sendi Alföðr þann, er Skírnir er nefndr, sendimaðr Freys, ofan í Svartálfa- heim til dverga nökkurra ok lét gera fjötur þann, er Gleipnir heitir. Hann var gerr af sex hlutum: af dyn kattarins ok af skeggi konunnar ok af rótum bjargsins ok af sinum bjarnarins ok af anda fisksins ok af fogls hráka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.