Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 107

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 107
ANDVARI GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 105 Kvenþjóðin fær þó nokkra uppreisn í næsta kafla, þar sem segir frá grimmi- legum örlögum Loka og hefndum, er fram var komið við hann fyrir illsku hans. En það er í myndinni af konu Loka, Sigyn, er stendur hjá honum bundnum og heldur mundlaugu undir eiturdropa, svo að hann drjúpi ekki í andlit honum. En víkjum nú að annarri og góðlátlegri gamansemi. Ein skemmtilegasta srnásagan í Eddu segir frá Nirði og konu hans Skaði, dóttur Þjaza jötuns. Skaði vill hafa bústað þann, er átt hafði faðir hennar, þat er á fjöllum nökkurum, þar sem heitir Þrymheimr, en Njörðr vill vera nær sæ. Þau sættust á þat, at þau skyldu vera níu nætr í Þrymheimi, en þá aðrar níu at Nóatúnum. En er Njörðr kom aftr til Nóatúna af fjallinu, þá kvað hann þetta: Leið erutnk fjöll, varka ek lengi á, nætr einar níu; ulfa þytr mér þótti illr vera hjá söngvi svana. Þá kvað Skaði þetta: Sofa ek né máttak sævar beðjum á fugls jarmi fyrir; sá mik vekr, er af víði kemr, morgun hverjan már. Þá fór Skaði upp á fjallit ok byggði í Þrymheimi -. I Skáldskaparmálum Eddu segir frá því, bversu það atvikaðist, að hún giftist Nirði. Æsir höfðu drepið Þjaza föoui hennar fyrir innan Ásgrindur og boðið henni, er hún hugðist hefna hans, sætt ok yfirbætr ok it fyrsta, at hon skal kjósa sér mann af ásum ok kjósa at fótum ok sjá ekki fleira af. Þá sá hon eins manns fætr forkunnarfagra ok mælti: „Þenna kýs ek. Fátt mun Ijótt á Baldri." En þat var Njörðr ór Nóatúnum. Þegar til þess er hugsað, hve iðulega er stofnað til hjúskapar á vorum dögum eftir kynni ekki ósvipuð þeim, er hér er lýst, og um samkomulagið fer síðan líkt og hjá Nírði og Skaði forðum, sjáum vér, að í þessum efnum skiptir ekki máli, á hverri cldinni menn eru uppi eða hvort búið er á himni eða jörðu. Þegar Gangleri kom fyrst í Ásgarð og honum hafði verið fylgt þangað, sem þeir sátu, Hár, Jafnhár og Þriði, spyr Hár komandann, er fylgdarmaður hafði sagt honum nöfn þeirra, hvárt fleira er erindi hans, en heimill er matr ok drykkr honum sem öllum þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.