Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 127

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 127
ANDVARi GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 125 Hon var mikil fyrir sér, sterk sem karlar ok fjölkunnig mjök. Brák mælti: „Hamast þú nú, Skalla-Grímr, at syni þínum." Skalla-Grímr lét þá lausan Egil, en þreif til hennar. Hon brást við ok rann undan, en Skalla-Grímr eftir. Fóru þau svá í útanvert Digranes. Þá hljóp hon út af bjarginu á sund. Skalla-Grímr kastaði eftir henni steini miklum ok setti milli herða henni, ok kom hvártki upp síðan. Þar er nú kallat Brákarsund. ,,Ok kom hvártki upp siðan," segir höfundur, harla glaður yfir þessari tyndni sinni, því að örskömmu síðar beitir hann henni aftur, en missir þá greinilega marks: Þegar Þórólfr kom til skips, þá er hann hafði tekit við öxi þeiri, er Skalla- Grímr hafði fengit í hendr honum, þá kastaði hann öxinni fyrir borð á djúpi, svá at hon kom ekki uv'p síðan. Af þessu gamni eimir enn eftir löngu síðar undir lok sögunnar, þegar höfundur segir frá því, hversu Egill fór við tvo þræla og faldi sil'fur það, er Aðalsteinn konungur fékk honum forðum: En hvárki kom aftr síðan þrælarnii né kisturnar -. Ynglinga saga ber í upphafi nokkurn keim af upphafi Eddu, eins og vænta má, þar sem e'fnið er áþekkt. Lýsingin á Svíþjóð hinni miklu minnir um sumt á formála Eddu: „í Svíþjóð eru stórheruð mörg; þar eru ok margs konar þjóðir ok margar tungur; þar eru risar, ok þar eru dvergar, þar eru blámenn, ok þar eru margs konar undarligar þjóðir; þar eru ok dýr ok drekar furðuliga stórir." Það, sem segir frá Oðni í Ynglinga sögu, kemur sumt til viðbótar því, er frá honum var sagt í Eddu, og er rækilegust lýsingin í 2. og 6. kap. Þegar Þorbjörgu Bjamardóttur, konu sr. Páls Sölvasonar í Reykholti, leiddist þófið forðum í svonefndu Deildartungumáli, þar sem þeir áttust við sr. Pál'l og Hvamm-Sturla, faðir Snorra, hljóp hún (svo sem segir í 31. kap. Sturlu sögu) „fram milli manna ok hafði kníf í hendi ok lagði til Sturlu ok stefndi í augat ok mælti þetta við: „Hví skal ek eigi gera þik þeim líkastan, er þú vill líkastr vesa? En þat er Óðinn." Ædi Snorri hafi ekki sótt aðdáun sína og áhuga á Óðni til föður síns jafnt og til uppeldisins í Odda og hann viljað líkjast honum eins og faðir hans? Oðinn var göfgastr af öllum, ok af honum námu þeir allar íþróttirnar, því at hann kunni fyrst ok þó flestar . . . „Önnur [íþrótt] var sú, at hann talaði svá snjallt ok slétt, at öllum, er á heyrðu, þótti þat eina satt. Mælti hann allt hending- um, svá sem nú er þat kveðit, er skáldskapr heitir. Stórfyndin er frásögn 3. kap. af Óðni og bræðrum hans: Oðinn átti tvá bræðr; hét annarr Vé, en annarr Vílir. Þeir bræðr hans stýrðu ríkinu, þá er hann var í brottu. Þat var eitt sinn, þá er Óðinn var farinn langt í brot ok hafði lengi dvalzt, at ásum þótti örvænt hans heim. Þá tóku bræðr hans at skipta arfi hans, en konu hans Frigg gengu þeir báðir at eiga. En litlu síðarr kom Oðinn heim; tók hann þá við konu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.