Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 142

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 142
140 FINNBOGI GUÐMUNDSSON mætti eigi vinna, ef þeir skyldi eigi mat hafa, sögðu ok, at þat var skaplöstr Hákonar konungs ok föður hans ok þeira frænda, at þeir váru illir af mat, svá þótt þeir væri mildir af gulli. Ásbjörn at Meðalhúsum ór Gaulardal stóð upp ok svaraði orendi konungs ok mælti: „Þat hugðu vér bændr, Hákon konungr," segir hann, ,,at þá er þú hafðir it fyrsta þing haft hér í Þrándheimi ok höfðum þik til konungs tekinn ok þegit af þér óðul vár, at vér hefðim þá höndum himin tekit, en nú vitum vér eigi, hvárt heldr er, at vér munum frelsi þegit hafa eða muntu nú láta þrælka oss af nýju með undarligum hætti, at vér mynim hafna átrúnaði þeim, er feðr várir hafa haft fyrir oss ok allt forellri, fyrst um brunaöld, en nú haugsöld, ok hafa þeir verit miklu göfgari en vér, ok hefir oss þó dugat þessi átrúnaðr. Vér höfum lagt til yðar svá mikla ástúð, at vér höfum þik ráða látit með oss öllum lögum ok landsrétt. Nú er þat vili várr ok samþykki bóndanna at halda þau lög, sem þú settir oss hér á Frostaþingi ok vér játuðum þér.Viljum vér allir þér fylgja ok þik til konungs halda, meðan einn hverr er lífs bóndanna, þeira er hér eru nú á þinginu, ef þú, konungr, vill nökkut hóf við hafa at beiða oss þess eins, er vér megum veita þér ok oss sé eigi ógeranda. En ef þér vilið þetta mál taka með svá mikilli freku at deila afli ok ofríki við oss, þá höfum vér bændr gört ráð várt at skiljast allir við þik ok taka oss annan höfðingja, þann er oss haldi til þess, at vér megim í frelsi hafa þann átrúnað, sem vér viljum. Nú skaltu, konungr, kjósa um kosti þessa, áðr þing sé slitit." At orendi þessu gerðu bændr róm mikinn og segja, at þeir vilja svá vera láta. Nokkru síðar, í 17. kap., segir svo: Um haustit at vetri var blótveizla á Hlöðum, ok sótti þar til konungr. Hann hafði jafnan fyrr verit vanr, ef hann var staddr, þar er blót váru, at matast í litlu húsi með fá menn, en bændr tölðu at því, er hann sat eigi í hásæti sínu, þá er mestr var mannfagnaðr; sagði jarl, at hann skyldi eigi þá svá gera; var ok svá, at konungr sat í hásæti sínu. En er it fyrsta full var skenkt, þá mælti Sigurðr jarl fyrir ok signaði Oðni ok drakk af horninu til konungs. Konungr tók við ok gerði krossmark yfir. Þá mælti Kárr af Grýtingi: „Hví ferr konungrinn nú svá; vill hann enn eigi blóta?" Sigurðr jarl svarar: „Konungr gerir svá sem þeir allir, er trúa á mátt sinn ok megin ok signa full sitt Þór. Hann gerði hamarsmark yfir, áðr hann drakk." Var þá kyrrt um kveldit. Eftir um daginn, er menn gengu til borða, þú þustu bændr at konungi, sögðu, at hann skyldi eta þá hrossaslátr. Konungr vildi þat fyrir engan mun. Þá báðu þeir hann drekka soðit. Hann vildi þat eigi. Þá báðu þeir hann eta flotit. Hann vildi þat ok eigi, ok var þá við atgöngu. Sigurðr jarl segir, at hann vill sætta þá, ok bað þá hætta storminum, ok bað hann konung gína yfir ketilhödduna, er soðreykinn hafði lagt upp af hrossaslátrinu, ok var smjör haddan. Þá gekk konungr til ok brá líndúk um hödduna ok gein yfir ok gekk síðan til hásætis, ok líkaði hvárigum vel. Þegar þeir í Þrændalögum bundust seinast í því, að fjórir höfðingjar af Utþrændum skyldi eyða kristninni og fjórir af Innþrændum neyða konung ti'l blóta, var honum nóg boðið og bjóst til að fara með her á hendur þeim. En þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.