Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 58

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 58
56 VILHJÁLMUR Þ. GÍSLASON nokkuð skörulegar greinar, en inngangurinn var kvæði eftir Guðmund skólaskáld: Fálkinn. „Við munum fara fram á sem fullkomnast sjálfstæði hinni íslenzku þjóð til handa," sagði )ónas Guðlaugsson um stefnu blaðsins, og svo það, að búnaðarmál, alþýðumenntun og bindindi skyldu verða ofarlega á dagskrá, en ekki fór mjög mikið fyrir því. Hann ræddi um það, að nýir tímar og nýjar hugsjónir væru komnar til sögunnar og að hin „gamla og óeðlilega flokkaskipting" ætti að hverfa með öllu. Hann sagði, að Valurinn mundi taka upp aðskilnaðarstefnuna, styrkja listir og vísindi og ætti von á „fulltingi margra okkar beztu skálda". Þá sögðust þeir félagar vera á móti „krossatildrinu". Valurinn hafði einnig áhuga á erlendum bókmenntum, og dálítið af þýðingum eða þýðingabrotum birtist þar, - Turgenjef og Allan Poe - og auðvitað Heine, sem lá hér í landi síðan á Fjölnis- dögum og Jónasar Hallgrímssonar. Einnig var þýddur Viggo Stuckenberg, en hann hafði talsverð áhrif á íslenzka ljóðagerð þessara ára. Kveðskapur Jónasar Guðlaugssonar og blaðamennska héldust mjög í hendur. Hann finnur á þessum árum fátækt ættjarðar sinnar jafnframt fegurð hennar: Ég finn ad fátæk ertu, mín fagra œttarjörd, ég kannast vel við kotin þín og kjörin ströng og hörð. Blaðamennska Jónasar Guðlaugssonar á ísafirði varð fremur endaslepp, svo að hvorugur aðili blaðsins mun hafa verið sérlega ánægður. Jónas Guðlaugsson skrifaði blaðagreinar lipurt og slétt og stundum nokkuð ljóðrænar, fremur en að um harð- snúna málafylgju væri að ræða. Jónas fór utan upp úr þessu til Noregs, og þegar hann kom heim aftur, var orðið nokkuð öðruvísi umhorfs í íslenzkum stjórnmál- um en þegar hann fór. Sambandslaganefndin og uppkastið var nú aðaldeilumálið, og þegar Jónas kom aftur heim til Reykjavíkur, var hann ákveðinn stuðningsmaður uppkastsins, sneri baki við sínum gamla flokki og gerðist heimastjórnarmaður. Hann var þá um tíma ritstjóri Reykjavíkur, unz Jón Ólafsson tók við blaðinu. Samt skrifaði hann ekki mjög mikið um stjórnmál, en hugur hans hneigðist meira og meira að skáldskap, og árið eftir frumvarpsdeiluna kom út fyrsta kvæðabók hans, sem verulega athygli vakti á honum, Dagsbrún, 1909. Þó að Jónasi Guðlaugssyni væri létt um að skrifa óbundið mál og ýmsar blaða- greinar hans væru liprar, var blaðamennska eiginlega ekki við hans eðli. Stjórn- málaáhugi hans virðist hafa verið nokkuð hvikull og fremur tilfinningamál en rótgrónar athuganir eða sannfæringar. Hann var unnandi frelsisins og sjálfstæðis- ins sem skáldlegrar hugsjónar, fremur en sem ákveðinnar pólitískrar kenningar. Hann túlkaði þessar hugsjónir sínar öllu fremur í bundnu máli en lausu, en ýmis fyrstu ættjarðar- og hvatningarkvæði hans höfðu verið fremur blælítil. Allt þetta lýndi samt bráðþroska hans og hagmælsku og kjark hans, einlægni og framsækni, ;m í sumra augum var framhleypni. Þegar Jónas kom úr fyrstu utanför sinni eftir ísafjarðarbiaðamennskuna, var hann studdur fjárhagslega af nokkrum Reykvíkingum, sem höfðu trú á hæfileikum hans. Hann átti þá oft erfitt uppdráttar, en mér hefur verið sagt af vinum hans þá, að hann hafi samt alltaf verið kátur og vonglaður og fullur af alls konar hugmynd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.