Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 9

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 9
andvari PALL ISOLFSSON Mest fer fyrir „hljóðritunarvél", sem „ritar á pappír alk þá tóna, sem koma fram í því hljóðfæri, sem fiún er í sambandi við, og sýnir nákvæm- lega hæð, dýpt, varanleik og styrkleik hvers tóns fyrir sig, jafnt hvort spil- að er einraddað eða margraddað." Fleiri uppfinningar ísólfs eru tengdar tónlistinni. Aðrar hafa ef til vill hagnýtara gildi, svo sem „viðvörunar- tæki gegn eldsvoða", en þar er um að ræða rafmagnsbjöllu, sem hringir, þegar hiti fer yfir ákveðið stig. Þessi hugmynd verður enn athyglisverðari, ef haft er i huga, að hún er fram komin fullum áratug áður en bæjarstjórn Reykjavíkur fór að íhuga í alvöru, hvort hagkvæmt mundi vera að virkja Elliðaárnar til framleiðslu á rafmagni. Listgáfur Isólfs voru ótvíræðar og fjölþættar. Hann lék í sjónleikjum, sem settir voru á svið í Góðtemplarahúsinu á Stokkseyri á vetri hverjum. Hann var ágætlega hagmæltur. Hann var organleikari í Stokkseyrar- kirkju, þegar Páll sonur hans var að alast upp og þar til fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur. Organleik hans var við brugðið. En lengst mun hans verða minnzt fyrir lögin, sem hann samdi og ]ét eftir sig, en sum þeirra eru hreinar perlur í hófsemd sinni, einfaldleik og yfirlætisleysi. Páll ísólfsson hefur lýst föður sínum þannig: „Hann var þunglynd- ur að eðlisfari, hló sjaldan, en hafði viðkvæma lund undir harðri skel og brosti fallega." *) ísólfur var maður mjög dulur og mun hafa verið fáskipt- inn á heimili, en gat verið glaður og ræðinn í sinn hóp og er sagður hafa haft góða kímnigáfu. Páll mat föður sinn mjög mikils og dáði hann, en samband þeirra mun ekki hafa verið náið. „Mér er hann afar minnisstæð- ur," segir Páll, „þar sem hann sat í húmínu og lék á orgelið af fingrum fram, fantaseraði og samdi lög. Þá var ég aílur ein hlust, ekki sízt þegar „I birkilaut hvildi ég bakkanum á" kom á móti okkur út úr orgelinu eins og nýfætt lamb, sem dillaði rófunni framan í vorið og sólina." Þannig mun Is- ólfur hafa sagt syni sínum í tónum það, sem hann ef til vill lét ósagt í orðum. Þuríður, móðir Páls ísólfssonar, var dóttir Bjarna Jónssonar í Símonar- húsum og konu hans Þórdísar Eyjólfsdóttur. Um móður sína segir Páll, að hún „skipti sjaldan skapi og hafði kvenna mest vit á að þegja, ef svo horfði. Hún var alúðleg og elskuleg kona, en duldi harm sinn." Hún var syni sínum hlý og góð. Fyrstu búskaparár þeirra Þuríðar og ísólfs bjuggu þau í sambýli við 1) Í hókinni Hundaþúfan og hafið. Matthías Johannessen ræðir við Pál Isólfsson (Rvík 1961). Margt, sem hér er skrifað, styðst við heimildir í þessari bók og framhaldi hennar, í dag skein sól (Rvik 1964). Orð, sem höfð eru eftir Páli ísólfssyni innan tilvitnunarmerkja, eru þangað sótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.