Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 100

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 100
98 STEPHAN G. STEPHANSSON ANDVARI sér eins til skammar og nú, og verður betur, áður lýkur yfir. „Setið er nú, meðan sætt er,“ Magn- ús minn. Kveddu konu þína fyrir mig og segðu henni, að ég aumkvi hana, að þurfa að lesa bréf mín fyrir þig, sé það hennar hegning - og vertu nú sæll. Þinn Stephan G. Markerville, Alta, 10. marz 1921. Góðvinur Magnús. - Þökk mína fyrir bréfið þitt, sem barst mér í gærkveldi. Viðvíkjandi „Vertið- arlokum" á ég þau, en hefi enn ekki komizt yfir tíma til að lesa þau, eins og margt fleira, sem fyrir var. Átti fjölda heimajbréfa ósvarað í haust, sökum úti- anna í sumar, og þá kom „Vígslóði“, og síðan hefi ég ekki getað sinnt öðru en einhverju útaf honum, bréfum eða blaðarifrildi, þessa stuttu stund á dag, sem ég hefi afgangs frá útiverkum mín- um. Auðvitað renni ég grun í stefnu þína í kverinu, eftir ýmsu áður. Bókin hefur mér ekki verið send. Svo stendur á, aðhér býr maður og er granni minn, sem Jónas Hunford nefnir sig. Hann hefir verið blaða- og bókasali þeirra útgefandanna austur í Winnipeg- smiðjunum hér í kring. Þeir snúa sér oft til hans. I vetur snemma, sagði hann mér, að Olson hefði ritað sér og beðið sig að selja „Vertíðarlok" hér, en lézt ætla að afsvara. Hann lætur svo oft. Eg tók því óstinnt og taldi hann á að taka því. Enn kemur hann löngu seinna til mín og fer með sama mál. Eg hélt fram, að hann hefði litla ástæðu til að reyna ekki að selja hér eina tylft, eða svo. Nú kom hann nýlega, hafði leyft, að sér væru send nokkur fá eintök. Bauð mér bæklinginn, sem ég keypti þegar, og var víst sá fyrsti, sem hann seldi hann. Síðan veit ég ekki frekara. Það er ómögulegt, Magnús, að fá annað en þögn fyrir hógvœrd, hiá þess- um herrum, sem þú átt við. Það er margreynt og sannað. Tæpum málstað þeirra er hættu-minnst að sitja, meðan sætt er. Svo bölvað sem það er, verður maður einhverstaðar að láta skella beint í tönnum þeirra, annars fær maður ekki „bofs upp úr þeim“. Taktu þetta ekki svo samt, sem ég sé að hvetja þig til styrkárni. Langt frá! Hún er þér um hönd að náttúrufari og væri nú ofraun, og þinn vegur er eins í áttina fyrir það, þó þagað sé um. Suður og norður verð- ur ætíð samt við sig, þó enginn segði, hvort stefndi. Ég veit það fyrirfram, og að ólesnu „kverinu“, að engan mun ég aftelja að kaupa ,,Vertíðarlok“, ef þau ber á góma. Ég bið kærlega að heilsa konu þinni og heimili. Ltfinu fáir þu áfram unað, af því þú gazt séð og munað! Vinsamlega, Stephan G. Markerville, Alta, 20. nóv. 1925. Magnús minn góður. Nýlega sendi ég þér í pósti „Lestrar- bók“ Nordals. Má ég biðja þig, jafn- skjótt og þú hefir lokið við að lesa hana, að senda hana (ekki mér), heldur til: Rev. Rögnv. Pétursson - 45 Home Street - Winnipeg - Man. Ég þarf að ljá sra R. hana til yfirlits fyrir íslenzku kennslu, tilvonandi, en bókin er ekki til í Winnipeg. Vinsamlega, Stephan G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.