Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 71

Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 71
andvari „AÐ LIFA MÖNNUM" 69 lcigslegar skyldur. Hjúkrunarfræðingum ber þannig samkvæmt siðareglum sínum að „hefja og efla“ starfsemi að „heilbrigðis- og félagsmálum“ og þeir undirgangast heit um að láta sig varða „velferðarmál þjóðarinnar“. Háskólakennarar, hér á landi eða annars staðar, hafa ekki sett sér neinar siðareglur svo að mér sé kunnugt um, en ekki er ólíklegt að væru slíkar reglur settar yrðu þar einnig ákvæði um félagslegar skyldur. Slík ákvæði eru þó venjulega fremur óljóst orðuð og má túlka með ýmsu móti, jafnvel þannig að það eitt að gegna starfi sínu af kostgæfni nægi til að fullnægja hinni félagslegu skyldu, enda hljóti slíkt óbeint að gagnast almenningi og samfélaginu í heild.15 Þannig kynnu að verða færð rök að því að háskóla- kennarar sinni skyldum sínum gagnvart almenningi að fullu innan háskól- ans sjálfs sem stofnunar eða fyrirtækis (svo að stuðst sé við skiptingu Páls Skúlasonar á hlutverkum háskóla16), ofætlun sé að huga þar einnig að hinu þriðja hlutverki hans sem samfélags í samfélaginu. Annar almennur vandi tengist skráðri eða óskráðri kvöð um að sinna félagslegum skyldum auk faglegra. Hann veit að forgangsröðinni: hlutfallinu þarna á milli. Frumsfar/ískylda háskólakennara er að sinna kennslu, rannsóknum og stjórnun; leggi hann nótt með degi við slíkt er þá hægt að ætlast til þess af honum að hann eigi mikla orku aflögu til að predika yfir almenningi á torg- um og gatnamótum? Er ekki skárra að hann sleppi því alveg en að hann verði eins og „mannkertið“ í kvæði Þórarins Eldjárns sem „brann í báða enda“ og þótti að lokum ekki „beint heppilegur í stjaka“? Andlegur út- bruni er þekktur atvinnusjúkdómur nú á dögum17 og allir vita að kennsla, á hvaða skólastigi sem er, er heimtufrekt starf. Þessi síðari vandi, um forgangs- eða áhersluröð, hrín mjög á okkur sið- ferðilegum leikslokasinnum sem viðurkennum á endanum aðeins eina sið- ferðisskyldu: að stuðla sem mest að farsæld sem flestra - allar aðrar ein- stakar skyldur séu leiddar af henni. Lögmálssinnar eiga miklu hægara um vik: Þeir hafa venjulega á hraðbergi langa lista um einstakar, afmarkaðar skyldur og eiga síðan völ á hinu undurhaglega hugtaki umframskylda um það sem okkur ber ekki í ströngum skilningi að gera en væri samt ljómandi gott ef við gætum gert. Fyrir leikslokasinna er engin slík umframskylda til: Ef maður stuðlar meira að heildarfarsæld heimsins (sjálfs sín og annarra) með einhverri athöfn en því að láta hana undir höfuð leggjast ber honum skylda til að framkvæma hana. Leikslokasinna greinir hins vegar á um hvaða ályktun megi draga af þessu um daglegt líf vitlundaðra og velviljaðra einstaklinga. Ég er sammála John Stuart Mill um að í kringum okkur sé fullt af góðlyndu fólki sem fullnægi prýðilega þessari farsældarskyldu, geri það sem hægt sé að ætlast til af því án þess að það gangi á eigin þrótt til frekari góðverka;18 aðrir, til dæmis Shelly Kagan í nýlegri og umtalaðri bók, The Limits of Morality,19 álíta að við gætum öll vakað lengur og verið betri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.