Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Síða 108

Andvari - 01.01.1994, Síða 108
106 SVEINN YNGVI EGILSSON ANDVARI að slík ytri líkindi segi náttúrlega lítið um tengsl kvæðanna innbyrðis minnir þetta óneitanlega á örlög Eggerts Ólafssonar sem Jónas yrkir Hulduljóð um. En sameiginleg einkenni í byggingu kvæðanna eru m.a. þessi: 1. Kvæðin hefjast bæði á gyðju-ávarpi (Hulda hjá Jónasi) eftir döpur inn- gangsorð frá ljóðmælandanum. 2. Milton hefur ádrepu um kirkjuleg samtímaefni (e. digression) og Jónas hliðstæða ádrepu um uppfræðslu og smekkleysi landans (4.-6. erindi). 3. Meginhluti kvæðisins er sýn þar sem ójarðneskar verur (Hulda og Eggert hjá Jónasi; staðarandi, dýrlingur og grísk goð hjá Milton) stíga fram á sviðið og tjá sig með einum eða öðrum hætti. 4. Síðast en ekki síst er lausn kvæðanna nauðalík: smali lýsir því yfir að hinn látni sé nú „kominn á lífsins láð“ (30. erindi) eins og það heitir í kvæði Jónasar, hafi m.ö.o. náð landi í himnaríki. Annar og fjórði liður sýna að útúrdúr skáldsins annars vegar og ljóð smalans hins vegar eiga sér skýrar hliðstæður í þessari kvæðahefð og eru m.ö.o. ekki brot á byggingu kvæðisins heldur ákveðinn þáttur í henni. For- dæmi Miltons sýnir þannig að hörð samtímaádeila átti rétt á sér í pastoral elegíu enda þótt hún væri strangt tekið útúrdúr frá efni kvæðisins.7 Enn fremur sýnir niðurlagið á Lycidas að það þótti við hæfi að enda sveitasælu- harmljóð á lofgjörð smala um hinn látna og lýsingu þess að hann væri nú stiginn á strönd allra stranda. Ljóð smalans eru m.ö.o. fullgilt niðurlag á slíku kvæði og alls ekki „eins konar P.S. eða eftirskrift“ eins og haldið hefur verið fram. Ýmis atriði í byggingu Hulduljóða má skýra með því að Jónas staðfœri venjur úr erlendri bókmenntahefð og semji þær að þörfum sínum.8 Hér heldur þroskað skáld á penna og fylgir ekki hefðinni eins og þræll heldur umskapar hana - rétt eins og Milton gerði í kvæði sínu. Lycidas er lifandi umsköpun á fornri kvæðahefð og þótt mörg einkenni séu þar tekin upp lít- ið breytt eru þau að mörgu leyti sett í nýtt samhengi. Það sama má segja um kvæði Jónasar. Ávarp skáldsins til Huldu er t.d. staðfærð hefð, þar sem kölluð er til íslensk gyðja í stað grísk-rómverskrar. Enda þótt Jónas taki ekki þann kost sem hefðin bauð upp á, að láta skáldið ræða um sjálfan sig og hinn látna mann sem tvo smala,9 þá lætur hann smala eiga síðasta orðið í kvæðinu. Og að sumu leyti minnir skáldið og þá ekki síður Eggert á hefðbundna ímynd smala í einfaldleika sínum. Skáldið fer þeim orðum um sjálfan sig og söng sinn að nú skuli óbrotinn söngur yfir dalinn líða eins og úr holti spóaröddin þýða meðan „ . . .mæddur smali fénu kemur heim“ (1.-2. erindi, leturbreyting
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.