Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 123

Andvari - 01.01.1994, Page 123
ANDVARI SVO ER MÁL MEÐ VEXTI 121 anna, heldur vegna þess að þá er hætta á að við myndum missa tengsl við allt sem hefur verið skrifað í landinu. Það er reyndar ekki gott að sjá að hve miklu leyti slíkt myndi gerast, og líklega myndi missir sjálfra beygingarendinganna ekki vera aðalat- riðið í því máli, heldur þær breytingar aðrar sem óhjákvæmilega hlytu að fylgja í kjöl- farið á setningagerð og e.t.v. hljóðkerfi. (Eiríkur Rögnvaldsson 1985:9) Hér hittir Eiríkur naglann á höfuðið. Miklar breytingar á beygingarkerfinu geta orðið óyfirstíganlegur þröskuldur sem kæmi í veg fyrir að íslendingar gætu skilið íslenskar bókmenntir allra alda milliliðalaust. V íslenskt málkerfi er nánast hið sama og á söguöld. Þess vegna eigum við enn svo greiðan aðgang að textum allra alda, „málinu“ sem Matthías Jochumsson yrkir um. Grundvallarorðaforðinn er raunar að mestu hinn sami, svo sem algengustu nafnorð, sagnorð, lýsingarorð og atviksorð, og einnig forsetningar, samtengingar og fornöfn að mestu leyti. (Reyndar hafa orðið býsna afdrifaríkar breytingar á beygingu og merkingu nokkurra pers- ónu- og eignarfornafna.) En hver öld krefst nýrra orða, einkum nafnorða, sagnorða, lýsingarorða og atviksorða. Nú á dögum fást íslendingar við miklu fleiri svið tækni, viðskipta og vís- inda en nokkru sinni fyrr. Skyldi því engan undra að nýrra orða og orða- sambanda sé þörf. Efling málsins á þessari öld hefur ekki hvað síst verið fólgin í því að ný orð og orðasambönd hafa komið til skjalanna til að mæta kröfum nýrra tíma. Stórskáld og rithöfundar hafa endurnýjað málið á sinn hátt og þetta helst í hendur við það, og byggist á því, að í landinu virðist búa fólk sem vill tala á íslensku um hvaðeina sem fyrir ber í tækni og vís- indum og lesa bækur á íslensku sér til fróðleiks og skemmtunar. Þegar ís- lendingar standa frammi fyrir nýju hugtaki, sem þeir þekkja aðeins undir erlendu heiti, eru þeir vanir að búa annaðhvort til nýyrði (úr eldri innlend- um orðhlutum) eða aðlaga erlend orð íslensku hljóð- og beygingarkerfi. Þessari stefnu er fylgt í aðalatriðum og af henni leiðir að jafnaði að nútíma- texti (með fjölda nýrra og nýlegra orða) verður ekki eins ólíkur eldri text- um og ella væri. Jafnframt því að efla málið m.a. með nýjum orðum og orðatiltækjum stefna íslendingar að því að halda óslitnum þræðinum aftur til fortíðarinn- ar enda er íslenskri menningu það lífsnauðsyn. Mörg orð og orðatiltæki hljóta samt sem áður að falla úr notkun með tímanum. Merkingar orða, sem enn lifa, kunna og að raskast verulega. Fræðimenn og grúskarar eiga ávallt eftir að kunna skil á bókmenntum allra alda íslandssögunnar. En Is- lendingar setja markið hærra og hafa stefnt að því að textar allra alda verði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.