Andvari - 01.01.1994, Síða 123
ANDVARI
SVO ER MÁL MEÐ VEXTI
121
anna, heldur vegna þess að þá er hætta á að við myndum missa tengsl við allt sem
hefur verið skrifað í landinu. Það er reyndar ekki gott að sjá að hve miklu leyti slíkt
myndi gerast, og líklega myndi missir sjálfra beygingarendinganna ekki vera aðalat-
riðið í því máli, heldur þær breytingar aðrar sem óhjákvæmilega hlytu að fylgja í kjöl-
farið á setningagerð og e.t.v. hljóðkerfi. (Eiríkur Rögnvaldsson 1985:9)
Hér hittir Eiríkur naglann á höfuðið. Miklar breytingar á beygingarkerfinu
geta orðið óyfirstíganlegur þröskuldur sem kæmi í veg fyrir að íslendingar
gætu skilið íslenskar bókmenntir allra alda milliliðalaust.
V
íslenskt málkerfi er nánast hið sama og á söguöld. Þess vegna eigum við
enn svo greiðan aðgang að textum allra alda, „málinu“ sem Matthías
Jochumsson yrkir um. Grundvallarorðaforðinn er raunar að mestu hinn
sami, svo sem algengustu nafnorð, sagnorð, lýsingarorð og atviksorð, og
einnig forsetningar, samtengingar og fornöfn að mestu leyti. (Reyndar hafa
orðið býsna afdrifaríkar breytingar á beygingu og merkingu nokkurra pers-
ónu- og eignarfornafna.) En hver öld krefst nýrra orða, einkum nafnorða,
sagnorða, lýsingarorða og atviksorða.
Nú á dögum fást íslendingar við miklu fleiri svið tækni, viðskipta og vís-
inda en nokkru sinni fyrr. Skyldi því engan undra að nýrra orða og orða-
sambanda sé þörf. Efling málsins á þessari öld hefur ekki hvað síst verið
fólgin í því að ný orð og orðasambönd hafa komið til skjalanna til að mæta
kröfum nýrra tíma. Stórskáld og rithöfundar hafa endurnýjað málið á sinn
hátt og þetta helst í hendur við það, og byggist á því, að í landinu virðist
búa fólk sem vill tala á íslensku um hvaðeina sem fyrir ber í tækni og vís-
indum og lesa bækur á íslensku sér til fróðleiks og skemmtunar. Þegar ís-
lendingar standa frammi fyrir nýju hugtaki, sem þeir þekkja aðeins undir
erlendu heiti, eru þeir vanir að búa annaðhvort til nýyrði (úr eldri innlend-
um orðhlutum) eða aðlaga erlend orð íslensku hljóð- og beygingarkerfi.
Þessari stefnu er fylgt í aðalatriðum og af henni leiðir að jafnaði að nútíma-
texti (með fjölda nýrra og nýlegra orða) verður ekki eins ólíkur eldri text-
um og ella væri.
Jafnframt því að efla málið m.a. með nýjum orðum og orðatiltækjum
stefna íslendingar að því að halda óslitnum þræðinum aftur til fortíðarinn-
ar enda er íslenskri menningu það lífsnauðsyn. Mörg orð og orðatiltæki
hljóta samt sem áður að falla úr notkun með tímanum. Merkingar orða,
sem enn lifa, kunna og að raskast verulega. Fræðimenn og grúskarar eiga
ávallt eftir að kunna skil á bókmenntum allra alda íslandssögunnar. En Is-
lendingar setja markið hærra og hafa stefnt að því að textar allra alda verði