Andvari - 01.01.1994, Síða 154
152
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
ust. Helgi dvelur við ævisöguatriðin og tínir til ýmislegt um persónulega
hagi Þórbergs á Unuhúsárunum, en þeir voru býsna bágir. Þórbergur er að
upplagi sérsinna, á bágt með að bjarga sér, eins og kallað er, flosnar upp úr
námi, fellur illa inn í hóp. Auðvitað höfum við myndina af Þórbergi á
þessum tíma frá honum sjálfum, aðallega frásögnum hans í íslenskum aðli
og Ofvitanum. En þær eru samdar úr íronískri fjarlægð og engin sann-
fræði þótt þær látist vera það. Til dæmis er gaman að því að Helgi dregur
fram með tilstyrk dagbókarinnar að Þórbergur hitti í raunveruleikanum
elskuna sína í Hrútafirði en gekk ekki framhjá eins og frægt er af Islensk-
um aðli.
Ýmislegt fleira um hagi Þórbergs rekur Helgi M. Sigurðsson, um fátækt
hans, fræðastörf, áhuga hans á austrænni speki, hneigð til sósíalisma o. s.
frv. Þórbergur stökk vissulega ekki alskapaður fram á sviðið. Hann las og
kynnti sér margt, en hann varð að geta tileinkað sér efnið á sinn eigin pers-
ónulega hátt. Og frumleiksgáfa hans var óvenjuleg, hins vegar er ekki að
sjá að hann hafi lesið mikið skáldskap, ekki einu sinni á þessu mótunar-
skeiði, að minnsta kosti kann Helgi fátt að segja af slíku. Persónuleg
reynsla skiptir hér mestu. í ástamálum lendir Þórbergur í þrengingum (Sól-
rúnarmálið) sem hann skrifar sig út úr með Bréfi til Láru. Þetta er eitt
dæmi um það hvernig mikil listaverk spretta upp úr sárum þrautum og sál-
arháska þótt slíks þurfi alls ekki að sjá beinan stað í verkinu sjálfu.
Efnið upp úr dagbókum Þórbergs og öðrum heimildum er allvel fram
sett hjá Helga og bókarkorn hans læsilegt þótt ekki sé hann sjálfur stílisti
nema í meðallagi. Hins vegar hefði mátt gera þessu rækilegri skil úr því að
af stað var farið og bíður það verk líklega annarra höfunda. Helgi virðist
lítt heima í stílfræði, að minnsta kosti eru athuganir hans á stíl Þórbergs
mjög yfirborðslegar. Hann er ekki heldur mjög fær í hugmyndasögu.
Greinargerð um hugmyndir Þórbergs, hvort sem er í trúmálum eða stjórn-
málum, er næsta ófullkomin. Nú er það auðvitað svo að Þórbergur var rit-
höfundur en ekki heimspekingur. Sú blanda af andatrú, þjóðlegri hjátrú,
austurlandaspeki og einhvers konar sósíalisma sem hann aðhylltist er býsna
furðuleg. Raunar er þarna aðeins um að ræða öfgafullt dæmi um þá mót-
sagnakenndu lífsskoðanasúpu sem Islendingar hafa löngum hámað í sig.
Þarna er mjög forvitnilegt viðfangsefni á ferðinni, að athuga frumefnin í
ritum Þórbergs á fyrsta skeiðinu sem ber blóma sinn með Bréfi til Láru.
Síðasti kaflinn, um Bréfið sjálft, er alveg ófullnægjandi greining, fáeinar at-
hugasemdir og ábendingar, drepið á samþjöppun, litríkt orðfæri o. s. frv.
Um fyrirmyndir er nefnt að hér togist á áhrif frá Freud og Edgar Allan
Poe. Ekki er minnst á Oscar Wilde, en sýnt hefur verið fram á að hinn
frægi kafli, Morgunn hins efsta dags, er stældur eftir Wilde. - Lesa má þá
furðulegu staðhæfingu hjá Helga (bls. 94) að fram að Lárubréfi hafi