Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 92

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 92
90 ÞRÖSTUR HELGASON ANDVARI líkingarinnar, eins og draugur úr fortíðinni. Skáldsaga Cervantesar stendur því á mótum tveggja tíma að mati Foucaults, þegar kerfi samsvörunar víkur fyrir kerfi mismunar. Um leið og þessi umskipti áttu sér stað og tengsl tákns og heims rofnuðu segir Foucault að tvær manngerðir hafi komið fram á sjónarsviðið hlið við hlið, vitfirringurinn og skáldið. í vitund hins vest- ræna heims er vitfirringurinn sá sem greinir ekki mismun heldur aðeins hliðstæður og líkindi. í huga hans líkjast öll tákn hvert öðru. Hann er sá sem greinir ekki ímyndun frá veruleika, orð frá gjörð. Heimsmynd hans tekur ekki mið af röklega byggðu tákn- og flokkunarkerfi vísindanna. Skáldið hefur tekið á sig sömu mynd, bara með öðrum formerkjum. Það af- hjúpar leynd tengsl orða og hluta. Á bak við hina viðteknu merkingu tákn- anna sér það aðra dýpri og upprunalegri. Það leiðir saman aðskilda þætti, ljær einum merkingu hins. Það er einmitt þetta eðli skáldsins sem Einar Már vegsamar í bókum sín- um, að brjóta gegn hinni hefðbundnu sýn á heiminn, skapa nýja sýn. Þetta er eðli skáldsins sem á ýmislegt sameiginlegt með rökfirrtum brjálæðingn- um. í Englum alheimsins er sköpunarkrafturinn og -viljinn órofa tengdur brjálseminni. Sagan lýsir því hvernig sá sem ekki lýtur lögmálum hins rök- lega verður óhjákvæmilega utan gátta í samfélagi manna. Það er hins vegar athyglisvert að í draumalandi sínu, raunveruleikanum, „þar sem fólk lifir heilbrigt og hamingjusamt“ (s. 108), veslast Páll upp og sér að lokum ekki aðra leið en að taka eigið líf. Þegar öllu er á botninn hvolft lýsir sagan ferli frá vitfirringu og vellíðan til veruleika og vanlíðanar. Þrátt fyrir tómleika í hjarta og myrkvaða sál einkennist Kleppsvistin, skeið brjálæðisins í lífi Páls að vissu leyti af leik og sköpun. Hann málar og skrifar, ræðir við hælis- bræður sína um bókmenntir og heimspeki, fer í ævintýraferðir í bæinn, borðar jafnvel ókeypis á Grillinu á Hótel Sögu. Veruleikavist Páls ein- kennist hins vegar af algjörri deyfð, hann hættir allri sköpun, dagar hans verða litlausir og lífsviljinn dofnar, hann er „úti í þeim kulda sem kallaður er þjóðfélag“ (s. 176). Skilin á milli þessara tveggja skeiða í lífi Páls eru dregin skýrum dráttum í sögunni: Nú þegar endalokin nálgast, múrarnir hrynja og tjöldin falla, segi ég hreint út: Ég hef lifað undir fullu tungli, ferðast um himinhvolf og undirdjúp. Ég hef elskað, ég hef hlegið, ég hef grátið og nú þegar tárin streyma og allt er svo gaman, segi ég: Ég gerði það á minn hátt. Nei, þessi gröf er ekki nógu djúp til að rúma tilfinningar okkar allra. Þið konur og karlar sem stukkuð niður í hyldýpið. Þið regnvotu dagar sem grétuð á rúðunum. Ó hve nöturleg hún er, þessi braut þjáninganna, hve fátt er eftir og lítið til. Eilíf er þagnarnótt (201). Páll flytur inn í öryrkjablokkina. Hann skrifar bróður sínum bréf, líkir íbúð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.