Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1995, Side 136

Andvari - 01.01.1995, Side 136
134 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI náungakærleik. Maðurinn átti að þroskast í átt að ást að Guði með ást á náunganum.49 Fordæmið er frá Kristi. Annað meginboðorðið sem hann taldi lögmálið byggt á var: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.50 Páll er einnig gæddur hinum fjórum mannlegu höfuðdyggðum sem Al- cuin fjallar um í riti sínu.51 Réttlæti (iustitia) Páls birtist í því að hann er „raungóður og fályndur og þýður við alla vini sína og góða menn en hann var stirðlyndur við vonda menn, þjófa og illmenni.“ (410) Hinn réttláti kirkjuhöfðingi greinir milli góðra og illra, umbunar þeim góðu en refsar hinum. Vitra (sapientia) er undirstöðudyggð samkvæmt riti Alcuins: „Allra hluta fyrst er manni leitanda hver sé sönn hyggjandi eða sönn speki“.52 Páll aflar sér hennar á unga aldri með miklum lærdómi svo að hann er „næmur og vel lærður þegar á unga aldri“ og síðar „skörungur . . . bæði að lærdómi og viturleik og atgjörvi.“ (409, 413) Á 12. öld fer mikilvægi lærdóms vax- andi í Evrópu og var litið á hann sem mikilvæga leið að Guði.53 Þriðja mannlega höfuðdyggðin var styrkt (fortitudo) sem Páll hefur í ríkum mæli. Honum er lýst sem „stjórnarmanni“ sem er staðfastur í sinni ætlan. Er hann fellst á að taka við byskupstign gerir hann það „rösklega“ og tekur þegar við fjárreiðum staðarins (410-1). Hann ráðfærir sig aftur á móti við vini og vandamenn þegar mikið liggur við enda hluti af hóp. Það sést í frá- sögnum af beinaupptöku Þorláks og löggildingu nýs máls (417-8). En ef um er að ræða embættisskyldur er hann einfær um að standa í stórræðum, eins og sést á kirknatali hans (421). Af fjórum mannlegum höfuðdyggðum er það þó stillingin eða hófsemin (temperentia) sem einkennir Pál. Sá höfuðkraftur hefur mest vægi í riti Alcuins og er mjög haldið fram í bréfi Páls postula til Títusar.54 Stilling Páls kemur fram í varkárni við að lýsa frænda sinn dýrling (417). Mest áberandi er hún þó ef Páll er borinn saman við starfsbróður sinn, Guðmund Arason. Guðmundur er „stirður og stríður“ í boðorðum, „forboðar og bannsetur“ menn, virðir „hvorki mennina né landslögin“ og krefst þess að Páll styðji hann í þessu. Páll hefur annan hátt á: „Gjörði hann sér og guði þann veg marga að ávexti að hann hirti aðra hóglega en þá nenntu ei aðrir ávallt illa að hafa.“ Hann leggur „nokkra litla skrift“ á þá sem Guðmundur hefur for- boðað og neitar að styðja hann í rangindum. Þegar höfðingjar vilja ráðast að Guðmundi letur Páll þá „og ætlaði með meiri stillingu og ráði farið ef lengri væri bið að“. Eigi að síður fer illa og kennir sagan þvermóðsku Guð- mundar um og segir mæðulega að þá sýndist „brátt með hverri visku var hvors þeirra forsjá.“ Vanstilling Guðmundar speglar stillingu Páls (421, 427- 30) sem er hans höfuðdyggð eins og sést í eftirmælum hans: „Hann stýrði Guðs kristni með mikillri stillingu 16 vetur“ (433). Eitt birtingarform stillingarinnar er þolinmæðin sem Alcuin telur lykil að eilífri dýrð annars heims.55 Páll er gæddur henni frá upphafi, ber stærstu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.