Andvari - 01.01.2004, Side 7
Frá ritstjóra
Þetta ár hefur verið tíðindasamt í íslenskum stjómmálum. Á haustdögum
skiptu formenn stjómarflokkanna um sæti í ráðuneytinu, svo sem um var
samið í fyrra. Halldór Ásgrímsson varð forsætisráðherra en Davíð Oddsson
utanríkisráðherra eftir liðlega þrettán ára samfellda setu í forsæti ríkisstjóm-
ar, sem er mun lengri tími en nokkur annar hefur gegnt því embætti. En þar
sem sömu flokkar fara með völd og hyggjast gera út kjörtímabilið er ekki að
vænta breytinga á stefnu stjómarinnar. Stólaskiptin breyta að vísu yfirbragði
hennar, en ekki inntaki þeirrar hugmyndafræði sem siglt er eftir. En áður en
að umræddum skiptum kom hafði allt leikið á reiðiskjálfi í hinu pólitíska lífi
og spáðu þá ýmsir því að átökin myndu ríða ríkisstjóminni að fullu. Svo fór
ekki, en hún varð að draga til baka umdeild lög um eignarhald á fjölmiðlum,
en forseti íslands hafði þá neitað að staðfesta þau. Sú synjun er einsdæmi í
sextíu ára sögu lýðveldisins. Áhugamenn um stjómmál og stjómskipan hafa
því haft um nóg að hugsa og ræða á þessu ári.
*
Atburðir sumarsins setja í brennipunkt hver eru valdmörk þingsins annars
vegar og hins þjóðkjöma forseta hins vegar. Það er kominn tími til, og þótt
fyrr hefði verið, að menn skoði þessa skipan alvarlega. Því fer þó fjarri að
vald eða valdaleysi forsetans hafi ekki verið rætt áður. Slíkt hefur oft verið
gert, við allar forsetakosningar og iðulega í annan tíma. Allir virðast sam-
mála um að forseti eigi ekki að blanda sér í stjómmál að öllum jafnaði og í
stjómarskrá stendur að hann sé ábyrgðarlaus á stjómarathöfnum. Aftur á móti
gefur 26. grein stjómarskrárinnar honum heimild til að neita að staðfesta lög
og vísa þeim þannig til þjóðaratkvæðagreiðslu. Lögin öðlast gildi þrátt fyrir
synjun forseta, en falla úr gildi ef þeim er hafnað í almennri atkvæðagreiðslu.
Þessa heimild nýtti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Islands 2. júní 2004.
Þá brá svo við að meirihluti þingsins virtist ekki vita sitt rjúkandi ráð. Var
fyrst reynt að koma sér saman um skilyrði varðandi þjóðaratkvæðagreiðsl-
una, sem enginn fótur er raunar fyrir í stjómarskránni, síðan átti að setja lög
sem afnámu þau fyrri, en setja um leið ný lög svipaðs efnis. Nú áttu þing-
kosningar eftir þrjú ár að koma í stað þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðla-
lögin, „svo fljótt sem kostur er“, eins og í stjómarskránni segir, þau skyldu