Andvari - 01.01.2004, Side 10
8
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
varhugaverð. Henni fylgir tíðum sú skoðun að þetta hlutverk forsetans geri
honum óheimilt að gera eða jafnvel segja nokkuð sem ágreiningur getur
orðið um. Slíkt er teprulegur hugsunarháttur. Auðvitað er forsetinn samein-
ingartákn að því leyti að hann er fulltrúi allrar þjóðarinnar, kosinn beinni
kosningu. En hann verður um leið að hafa eitthvað fram að færa, gangast við
skoðunum sínum og hafa kjark til frumkvæðis þegar á liggur. Olafur Ragnar
Grímsson forseti hefur sýnt að þetta hefur hann til að bera og þannig veitt
embættinu nýtt inntak og meiri þyngd.
Það verður aldrei sátt um að svipta forseta íslands heimild til pólitískrar
íhlutunar, enda varla hætta á, miðað við reynsluna, að hún verði notuð í
óhófi. Einnig ber að minnast hlutverks hans við myndun ríkisstjómar. Nú ætti
að mega treysta því, að málskotsréttur forseta verði ekki afnuminn, nema um
leið séu sett í stjómarskrá rækileg ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það er
einfaldlega óviðunandi að þjóðin hafi ekki möguleika á að hrinda ákvörðun-
um þingsins um örlagarík gmndvallarmál. Slíkur möguleiki hefði átt að vera
fyrir hendi fyrr, til dæmis þegar lögin um EES-samninginn voru á dagskrá,
sem þáverandi forseti staðfesti eftir töluvert hik. Einnig þegar sett voru lög
um Kárahnjúkavirkjun sem fela í sér mestu varanlegu náttúruspjöll í landi
okkar sem um getur og núverandi forseti staðfesti. Þingið getur ekki haft
ótakmörkuð völd á milli kosninga. Lýðræðið er æðra en þingræðið.
*
Lýðræði og þingræði, - hvað merkja annars þessi hugtök? Enginn er sá
maður sem ekki játar lýðræðinu hollustu sína með vörunum. Þegar að því
kemur að fylgja lýðræðishugsjóninni eftir í verki reynist það stundum
örðugra. Dæmi um það er andstaðan við þjóðaratkvæðagreiðslur hér á landi.
Menn hafa að vísu fitjað upp á atkvæðagreiðslum í sveitarfélögum um
sérstök staðbundin mál sem flokkast undir grenndarlýðræði, og ævinlega er
kosið um hvort opna skuli áfengisútsölu í tilteknum byggðarlögum. En
lýðræðið er tímafrekt, það krefst mikillar umræðu, og svo getur „lýðurinn“
tekið upp á að hafna því sem foringjar hans vilja. En þá er bara að láta kjósa
aftur þangað til „rétt“ niðurstaða fæst, eins og gert er í nálægum löndum um
Evrópusamrunann.
I sumar sögðu þeir stjómmálaforingjar sem óánægðir voru með synjun
forseta Islands á fjölmiðlalögunum, að þeir vildu hafa þingræði. Þá áttu þeir
raunar ekki við annað en það sem í orðinu felst, að þingið skyldi hafa alræð-
isvald. En þingræði þýðir ekki það í stjómskipunarfræðum, heldur aðeins að
ríkisstjóm skuli hafa stuðning eða að minnsta kosti hlutleysi meirihluta
þings. Það er heldur ekkert sem segir að í lýðveldum eins og okkar eigi þing-
ið að ráða öllu en þjóðkjörinn forseti engu. I Frakklandi er þannig þingræði,
en um leið valdamikill forseti, valdinu er skipt milli hans og þingsins. Og