Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Síða 10

Andvari - 01.01.2004, Síða 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI varhugaverð. Henni fylgir tíðum sú skoðun að þetta hlutverk forsetans geri honum óheimilt að gera eða jafnvel segja nokkuð sem ágreiningur getur orðið um. Slíkt er teprulegur hugsunarháttur. Auðvitað er forsetinn samein- ingartákn að því leyti að hann er fulltrúi allrar þjóðarinnar, kosinn beinni kosningu. En hann verður um leið að hafa eitthvað fram að færa, gangast við skoðunum sínum og hafa kjark til frumkvæðis þegar á liggur. Olafur Ragnar Grímsson forseti hefur sýnt að þetta hefur hann til að bera og þannig veitt embættinu nýtt inntak og meiri þyngd. Það verður aldrei sátt um að svipta forseta íslands heimild til pólitískrar íhlutunar, enda varla hætta á, miðað við reynsluna, að hún verði notuð í óhófi. Einnig ber að minnast hlutverks hans við myndun ríkisstjómar. Nú ætti að mega treysta því, að málskotsréttur forseta verði ekki afnuminn, nema um leið séu sett í stjómarskrá rækileg ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það er einfaldlega óviðunandi að þjóðin hafi ekki möguleika á að hrinda ákvörðun- um þingsins um örlagarík gmndvallarmál. Slíkur möguleiki hefði átt að vera fyrir hendi fyrr, til dæmis þegar lögin um EES-samninginn voru á dagskrá, sem þáverandi forseti staðfesti eftir töluvert hik. Einnig þegar sett voru lög um Kárahnjúkavirkjun sem fela í sér mestu varanlegu náttúruspjöll í landi okkar sem um getur og núverandi forseti staðfesti. Þingið getur ekki haft ótakmörkuð völd á milli kosninga. Lýðræðið er æðra en þingræðið. * Lýðræði og þingræði, - hvað merkja annars þessi hugtök? Enginn er sá maður sem ekki játar lýðræðinu hollustu sína með vörunum. Þegar að því kemur að fylgja lýðræðishugsjóninni eftir í verki reynist það stundum örðugra. Dæmi um það er andstaðan við þjóðaratkvæðagreiðslur hér á landi. Menn hafa að vísu fitjað upp á atkvæðagreiðslum í sveitarfélögum um sérstök staðbundin mál sem flokkast undir grenndarlýðræði, og ævinlega er kosið um hvort opna skuli áfengisútsölu í tilteknum byggðarlögum. En lýðræðið er tímafrekt, það krefst mikillar umræðu, og svo getur „lýðurinn“ tekið upp á að hafna því sem foringjar hans vilja. En þá er bara að láta kjósa aftur þangað til „rétt“ niðurstaða fæst, eins og gert er í nálægum löndum um Evrópusamrunann. I sumar sögðu þeir stjómmálaforingjar sem óánægðir voru með synjun forseta Islands á fjölmiðlalögunum, að þeir vildu hafa þingræði. Þá áttu þeir raunar ekki við annað en það sem í orðinu felst, að þingið skyldi hafa alræð- isvald. En þingræði þýðir ekki það í stjómskipunarfræðum, heldur aðeins að ríkisstjóm skuli hafa stuðning eða að minnsta kosti hlutleysi meirihluta þings. Það er heldur ekkert sem segir að í lýðveldum eins og okkar eigi þing- ið að ráða öllu en þjóðkjörinn forseti engu. I Frakklandi er þannig þingræði, en um leið valdamikill forseti, valdinu er skipt milli hans og þingsins. Og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.