Andvari - 01.01.2004, Síða 30
28
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
böm urðu föðurlaus og heimili án fyrirvinnu, opnaði augu fólks fyrir
því hversu tryggingar almennt voru ófullnægjandi og hagur einstæðra
kvenna með böm á framfæri bágur. Brugðist var við og þeim rétt hjálp-
arhönd sem hlut áttu að en einnig komið á samstarfsvettvangi margra
kvenfélaga með stofnun Mæðrastyrksnefndar í apríl 1928. Meginverk-
efni nefndarinnar var að beita áhrifum sínum á löggjöf landsins til þess
að stuðla að bættum hag skjólstæðinga sinna. Hafa ber í huga að þetta
var fyrir daga laga um alþýðutryggingar (1936) og laga um almanna-
tryggingar (1947). Vorið 1929 opnaði Mæðrastyrksnefnd skrifstofu í
húsakynnum KRFI í Þingholtsstræti 18 og var þar dagleg viðvera
síðdegis. Safnað var skýrslum frá öllu landinu um hag kvenna með
böm á framfæri sínu og á grundvelli þeirrar vitneskju sem það leiddi í
ljós voru mótaðar tillögur til úrbóta. Löggjöf um sifjamál frá 1921
hafði haft nokkrar réttarbætur í för með sér en þó gat útfærsla á þeim
lögum leitt til þess að sækja þurfti um meðlag með bami til sveitar-
stjórnar og margri móðurinni voru það þung spor; að þiggja sveitar-
styrk var niðurlægjandi og gilti missi almennra lýðréttinda. Með fram-
færslulögunum frá 1935 var kveðið á um óendurkræfan styrk til mæðra
með börnum sínum, sveitarflutningur þessara aðila var afnuminn og
stigið skref til viðurkenningar á rétti ekkna og fráskilinna kvenna.
I febrúar 1936 stofnuðu nær 50 konur Mæðrafélagið og var tilgang-
ur þess „að vinna að hvers konar réttarbótum og hagsbótum fyrir
mæður og böm og að aukinni menningu.“ Mæðrafélagið starfaði í
fyrstu náið með KRFI og voru fulltrúar þeirra samstiga í að koma á
framfæri við alþingismenn tillögum til úrbóta á framfærslulögunum.
Mæðrafélagið var við lýði fram á níunda tug nýliðinnar aldar.
Arið 1939 var Mæðrastyrksnefnd endurskipulögð, gerð að sjálf-
stæðri stofnun og naut starfsstyrks frá Reykjavíkurborg að því tilskildu
að öll kvenfélög í bænum, einnig þau pólitísku, ættu kost á að taka þátt
í starfi nefndarinnar. Breytti þetta starfsaðstöðunni. í fyrstu hafði öll
vinna verið sjálfboðin „en seinni árin, eftir að nefndin fékk styrk af
opinberu fé, hefur starfskonum verið greidd nokkur þóknun,“ segir í
afmælisriti KRFI. Það er við þessi tímamót sem Laufey Valdimarsdótt-
ir fær Auði Auðuns, einu löglærðu konuna í landinu, til að vera ráðu-
naut í lögfræðilegum efnum. Starfaði Auður í skrifstofunni í Þingholts-
stræti 18 einu sinni í viku, tvo tíma í senn, og var viðfangið samkvæmt
samtíma auglýsingu að veita lögfræðilegar upplýsingar „og aðstoð til
að skrifa bréf og umsóknir til ýmissa stjómarvalda. Geta konur leitað