Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 30

Andvari - 01.01.2004, Page 30
28 BJÖRG EINARSDÓTTIR ANDVARI böm urðu föðurlaus og heimili án fyrirvinnu, opnaði augu fólks fyrir því hversu tryggingar almennt voru ófullnægjandi og hagur einstæðra kvenna með böm á framfæri bágur. Brugðist var við og þeim rétt hjálp- arhönd sem hlut áttu að en einnig komið á samstarfsvettvangi margra kvenfélaga með stofnun Mæðrastyrksnefndar í apríl 1928. Meginverk- efni nefndarinnar var að beita áhrifum sínum á löggjöf landsins til þess að stuðla að bættum hag skjólstæðinga sinna. Hafa ber í huga að þetta var fyrir daga laga um alþýðutryggingar (1936) og laga um almanna- tryggingar (1947). Vorið 1929 opnaði Mæðrastyrksnefnd skrifstofu í húsakynnum KRFI í Þingholtsstræti 18 og var þar dagleg viðvera síðdegis. Safnað var skýrslum frá öllu landinu um hag kvenna með böm á framfæri sínu og á grundvelli þeirrar vitneskju sem það leiddi í ljós voru mótaðar tillögur til úrbóta. Löggjöf um sifjamál frá 1921 hafði haft nokkrar réttarbætur í för með sér en þó gat útfærsla á þeim lögum leitt til þess að sækja þurfti um meðlag með bami til sveitar- stjórnar og margri móðurinni voru það þung spor; að þiggja sveitar- styrk var niðurlægjandi og gilti missi almennra lýðréttinda. Með fram- færslulögunum frá 1935 var kveðið á um óendurkræfan styrk til mæðra með börnum sínum, sveitarflutningur þessara aðila var afnuminn og stigið skref til viðurkenningar á rétti ekkna og fráskilinna kvenna. I febrúar 1936 stofnuðu nær 50 konur Mæðrafélagið og var tilgang- ur þess „að vinna að hvers konar réttarbótum og hagsbótum fyrir mæður og böm og að aukinni menningu.“ Mæðrafélagið starfaði í fyrstu náið með KRFI og voru fulltrúar þeirra samstiga í að koma á framfæri við alþingismenn tillögum til úrbóta á framfærslulögunum. Mæðrafélagið var við lýði fram á níunda tug nýliðinnar aldar. Arið 1939 var Mæðrastyrksnefnd endurskipulögð, gerð að sjálf- stæðri stofnun og naut starfsstyrks frá Reykjavíkurborg að því tilskildu að öll kvenfélög í bænum, einnig þau pólitísku, ættu kost á að taka þátt í starfi nefndarinnar. Breytti þetta starfsaðstöðunni. í fyrstu hafði öll vinna verið sjálfboðin „en seinni árin, eftir að nefndin fékk styrk af opinberu fé, hefur starfskonum verið greidd nokkur þóknun,“ segir í afmælisriti KRFI. Það er við þessi tímamót sem Laufey Valdimarsdótt- ir fær Auði Auðuns, einu löglærðu konuna í landinu, til að vera ráðu- naut í lögfræðilegum efnum. Starfaði Auður í skrifstofunni í Þingholts- stræti 18 einu sinni í viku, tvo tíma í senn, og var viðfangið samkvæmt samtíma auglýsingu að veita lögfræðilegar upplýsingar „og aðstoð til að skrifa bréf og umsóknir til ýmissa stjómarvalda. Geta konur leitað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.