Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2004, Side 37

Andvari - 01.01.2004, Side 37
ANDVARI AUÐUR AUÐUNS 35 henni var beint; reit blaðagreinar og sendi inn svargreinar. Hún getur ekki á sér setið að vara kynsystur sínar við að láta ginnast af fögrum fyrirheitum og loforðum til fylgis við aðra flokka og leggja að veði verulegan hluta síns persónulega frelsis; ljóst er að hún metur það frelsi mikils. í orrahríðinni miðri, 17. janúar 1946, ritar hún hlý og samúðarrík kveðjuorð í blað vegna fráfalls Laufeyjar Valdimarsdóttur er lést á ferðalagi erlendis skömmu áður. Eins og getið hefur verið áttu þær mikið samstarf innan Kvenstúdentafélagsins og hjá Mæðrastyrks- nefnd. Laufey var öllum mikill harmdauði er hana þekktu. Auður segir meðal annars svo í minningu hennar: Islenskar konur senda henni þakkir fyrir hennar merka forystustarf og yfir landamæri lífs og dauða fylgir henni blessun þeirra umkomulausu og smáu, sem hún alla tíð bar svo mjög fyrir brjósti og greiddi götuna fyrir eins og hún best gat. - Betra veganesti verður ekki á kosið þegar lagt er upp í ferðina löngu. Úrslit kosninganna urðu þau að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 11.833 atkvæði eða 48,6% og átta menn kjörna. Auður Auðuns sat sinn fyrsta fund í bæjarstjórn Reykjavíkur 2. febrúar 1946. Á þeim fundi var kjör- •ð í bæjarráð og er Auður einn varamanna í ráðinu; á hún eftir að vinna að málefnum Reykjavíkur næsta aldarfjórðunginn eins og greint verð- Ur frá. Þegar næsta ár verður hún varaþingmaður flokks síns í Reykja- víkurkjördæmi og var það forsmekkur að langri þingsetu hennar síðar. Þegar Auður Auðuns gaf kost á sér í prófkjör haustið 1945 fyrir homandi bæjarstjórnarkosningar steig hún fyrstu skrefin inn í þriggja aratuga tímabil að sleitulausu stjómmálastarfi. Hún var þá 34 ára gömul. Án efa hefur það orðið henni veruleg uppörvun til starfans hversu glæsilegum árangri hún náði í prófkjörinu, nýliði á sviði stjóm- mala. Hún leggur ótrauð til vinnu að málefnum bæjarbúa samhliða því að sinna eigin fjölskyldu og heimili. Á þessu skeiði fæðast tvö yngstu uörn hennar og er þá orðið um uppeldi fjögurra barna að annast og Verður mörgum það eitt ærið verkefni. Nær miðjum sjötta áratugnum reisti fjölskyldan ásamt öðrum íbúðarhús við Ægissíðu, tveggja hæða uus á kjallara og með háu risi. Auður og Hermann bjuggu með börnum Slnum á efri hæð og höfðu risið einnig til nota; neðri hæð og kjallari !°ru í annarra eigu. Húsið stóð á stórri lóð sem Auður ásamt öðrum \ Uum hússins lagði mikla alúð við að rækta. Byggingin var reisuleg og Ur stofugluggunum uppi var fagurt útsýni til suðurs yfir Skerjafjörðinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.