Andvari - 01.01.2004, Page 48
46
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
löngu skólastarfi í höfuðstaðnum; fór fræðsluráð gagngert til að skoða
sýninguna. Samþykkt var að fela fræðslustjóra að láta gera skrá um
sýningarmunina og varðveita þá sem stofn að skólaminjasafni. I októ-
ber sama ár var síðan haldin hátíðarsamkoma á aldarafmæli barna-
fræðslu og þótti í heildina vel hafa tekist.
Lögð höfðu verið drög að endurskoðun á skiptingu Reykjavíkur í
skólahverfi og staði fyrir framtíðarskóla í samræmi við það. Eftir
veturnætur 1963 var samþykkt framlögð tillaga í þá veru vestan Elliða-
áa og miðuð við heildarskipulag borgarinnar er nú lá fyrir.
Ennfremur tillögur um framkvæmdir við barna-, gagnfræða- og
heimavistarskóla næstu fimm árin. Borgarráð samþykkti þessa áætlun
fræðsluráðs og gekk allt eftir með skólabyggingar er fram liðu stund-
ir. Komið var yfir erfiðasta hjallann að mæta mikilli fjölgun skólabarna
og því bráðnauðsynlegasta sem þurfti til að finna öllum rúm í skóla.
Eftir því sem leið á formannstíð Auðar Auðuns í fræðsluráði var
hægt að gefa sér tíma og skapa tækifæri fyrir ýmsa ákjósanlega þætti í
barna- og unglingafræðslu. Hugað var að listkynningu í gagnfræða-
deildum, svo og félags- og tómstundastarfi unglinga í skólunum, leið-
beiningum um starfsfræðslu og stöðuval, mjólkur- og brauðsölu í skól-
um. Einnig fjallað um skólatónleika sinfóníuhljómsveitar, aðstoð við
nemendur sem ekki fá notið sín í námi án aðstoðar, skipulagðar heim-
sóknir nemenda á söfn, aðstöðu fyrir lúðrasveitir barna og unglinga,
nýjar tillögur um skólabókasöfn og fleira í þessum dúr.
Á fundi fræðsluráðs 9. maí 1969 var samþykkt að leggja niður
kennslu í Miðbæjarskóla því börnum hafði fækkað til muna sem áttu
skólasókn þangað og var þeim vísað til annarra skóla í nálægum hverf-
um. Fræðslustjóra var falið að ráðstafa munum sem tilheyrðu skólan-
um til annarra skóla.
Síðasti fundur Auðar í fræðsluráði Reykjavíkur var 26. maí 1970.
Kosningar til borgarstjórnar voru framundan en hún ætlaði að draga
sig út úr borgarmálum eftir nær aldarfjórðungs starf að þeim. Á fund-
inum var greint frá innritun sex ára bama í bamskólanám að hausti og
að almenn þátttaka væri í þessari viðbót við barnaskólann. Samþykkt
var að stefna að aukinni sálfræðiþjónustu í skólum. Einnig að ráðið
óskar heimildar borgarráðs til að mega verja upphæð til að verðlauna
frumsamda íslenska barnabók. Þeir sem velja bækur í skólasöfnin geri
tillögu um bækur; einnig þýðingu á erlendri barnabók. Verðlaunaveit-
ing fari fram árlega 18. ágúst, á afmælisdegi Reykjavíkurborgar.