Andvari - 01.01.2004, Side 58
56
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
arstörfum þar. Hún hafði verið varamaður fyrstu átta árin í fulltrúaráð-
inu en síðan aðalfulltrúi í 15 ár. í hádegisverðarboði borgarstjóra á 21.
fulltrúaráðsfundi í mars 1970, þegar Auður var að hverfa úr borgarmál-
um, var hún hyllt af viðstöddum fyrir langt og mikið starf á vettvangi
sambandsins. I viðtali í tímaritinu Sveitarstjórnarmál árið 1988 kemst
hún svo að orði um gildi sambandsins:
Kynni milli sveitarstjómarmanna eru að mínum dómi afar mikilvæg. Þess
vegna er nauðsynlegt að rækta vel þann garð, sem sveitarstjómarmenn eiga á
þingum og fundum sambandsins, til þess meðal annars að stuðla að jafnrétti,
og þá á ég ekki við jafnrétti milli karla og kvenna, þótt gott sé, heldur jafnrétti
milli fólksins í landinu, hvar sem það býr, og á milli sveitarfélaga á sem flest-
um sviðum.
Næsta áratug 1960-1970 var Auður Auðuns samtímis í borgarstjóm og
á Alþingi og gefur augaleið að það hefur verið annasamt tímabil. Þegar
hún kom til starfa í bæjarstjóm árið 1946 var Bjami Benediktsson
borgarstjóri en ári seinna varð hann utanríkis- og dómsmálaráðherra í
ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Gunnar Thoroddsen tók við
starfi borgarstjóra og gegndi því til 1959 er hann varð ráðherra; voru
þá Auður og Geir Hallgrímsson kjörin borgarstjórar eins og áður er
sagt. Frá 1960 er Geir einn borgarstjóri og gegnir því til ársins 1972,
tveimur árum áður hættir Auður í borgarstjóm en situr á þingi til 1974.
A 24 ára tímabili sínu sem bæjar- og borgarfulltrúi er Auður Auðuns
samtíða þremur borgarstjórum sem allir urðu ráðherrar, svo var einnig
um hana.
Auður Auðuns hefur sagt að þátttaka í sveitarstjórn veiti að vissu
leyti undirbúning undir störf á þingi og sér hafi orðið menntun sín í
lögfræði töluverð stoð í þingstörfum. Alla tíð hennar í borgarstjóm
hafði flokkur hennar, Sjálfstæðisflokkurinn, hreinan meirihluta og tólf
fyrstu ár Auðar á þingi átti hann aðild að ríkisstjóm - aðeins þrjú
síðustu ár hennar á Alþingi var flokkurinn í stjómarandstöðu. Þegar
Auður var innt eftir þessu sagði hún: „Á þessu tvennu er reginmunur
og markar aðstöðu til að koma málum fram, en um það snúast nú yfir-
leitt stjómmál.“