Andvari - 01.01.2004, Side 59
andvari
AUÐUR AUÐUNS
57
Þingmennska á viðreisnarárum
Viðreisnarstjórnin tekur til starfa
Eftir breytta kjördæmaskipun haustið 1959 fækkaði kjördæmum úr 28
1 átta stór kjördæmi, tala uppbótarsæta var 11 og óbreytt en þingmönn-
um fjölgaði úr 52 í 60. Haft var á orði að aðkallandi hefði verið að
endurskoða kjördæmaskipunina. Við kosningar 1956 gerðu Alþýðu-
flokkur og Framsóknarflokkur með sér bandalag, hvorugur flokkurinn
bauð fram gegn hinum og munaði sáralitlu að þeir næðu þingmeiri-
hluta með liðlega þriðjung greiddra atkvæða að baki. Gildandi kosn-
ingalög og kjördæmaskipun gátu með útsjónarsemi hlutaðeigandi leitt
til þvílíkrar niðurstöðu.
Auður skipaði annað sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, næst á eftir Bjama Benediktssyni, við þingkosningar í
október 1959. Sjálf sagðist hún alls ekki hafa stefnt að því sérstaklega
að fara á þing, „ég var nú ekki svo metnaðargjöm,“ en var boðið sæti á
framboðslista af kjömefnd. Hún hafði tvívegis komið inn á þing sem
varamaður, vorið 1947 í eina viku og þrjár vikur haustið 1948. I fyrra
skiptið þótti það slrk nýlunda að það var fréttaefni: „Frú Auður Auðuns
er fjórða konan, sem sæti tekur á Alþingi íslendinga. Aðrar konur sem
þar hafa setið eru fröken Ingibjörg Bjamason, frú Guðrún Lárusdóttir
°g fröken Katrín Thoroddsen,“ upplýsir Morgunblaðið og heldur titlum
til skila. Tvær konur voru kosnar á þing 1949, þær Kristín L. Sigurðar-
dóttir og Rannveig Þorsteinsdóttir, og sátu báðar eitt kjörtímabil.
Arið 1956 var Ragnhildur Helgadóttir kosin á þing fyrir Sjálfstæð-
Jsflokkinn aðeins 26 ára gömul og vann þá þingsæti fyrir flokkinn í
Reykjavík; hún var óslitið á þingi til 1963, síðan 1971-1979 og enn
1983-1991. Auður Auðuns er sjöunda kona sem kjörin er á Alþingi
1959 og voru þá liðin 44 ár síðan íslenskar konur öðluðust stjórnmála-
rettindi; það er svo ekki fyrr en 1971 að næsta kona er kjörin, Svava
Jakobsdóttir. Auður sat samfleytt á 15 þingum og var alltaf í efri deild.
bess ber að geta að Alþingi var skipt í deildir árið 1874 og að jafnaði
var þriðji hluti þingmanna í efri deild en tveir þriðju í neðri deild og
eftir þingsköpum við vissar aðstæður gekk þingheimur í eina málstofu:
Sameinað þing. í nútíma starfar þingið í einni málstofu.
Það varð að sjálfsögðu frétt á haustdögum 1959 að konum á Alþingi
hatði fjölgað um helming. í blaði er mynd af þeim Auði og Ragnhildi
°g segir í meðfylgjandi grein, þar sem leitað er álits þeirra á erindi