Andvari - 01.01.2004, Síða 63
andvari
AUÐUR AUÐUNS
61
ILO um launajöfnuð kynjanna (nr. 100). En böggull fylgdi skammrifi
því með fullgildingu jafnlaunasamþykktarinnar gangast aðildarríki SÞ
undir það að vinna að launajafnrétti karla og kvenna. Á því hafði verið
brotakennd framvinda. En í eitt skipti fyrir öll skyldi nú bætt úr því hér
á landi með pennastriki á Alþingi. Málefnið var gott og hafði hljóm-
grunn almennt í samfélaginu og slíkt brennur á þingmönnum og hófust
nú langvinnar umræður um jafnréttismál í deildum þingsins, þrjár
umræður í hvorri deild eftir bókinni, og vildu nú fleiri en færri Lilju
kveðið hafa.
Ekki virðist laust við að Auði Auðuns hafi þótt við samdeildarmenn
sína. Hún segir í samtali löngu síðar: „kratamir höfðu ekki boðið manni
neitt upp á að vera meðflutningsmaður.“ Auður bætir við sem skýringu
að ekki hafi verið venja að gerast meðflutningsmaður með frumvörp-
um nema ræða það fyrst í þingflokknum og hvort við því væri nokkur
andstaða. Hún gerir því jafnframt skóna að einhver ástæða kunni að
hafa verið fyrir því að flutningsmennimir höfðu hraðan á, líklega til
þess að aðrir yrðu ekki á undan þeim með verkefnið. Þær Ragnhildur
Helgadóttir tóku saman ráð sín að afla málinu stuðnings í Sjálfstæðis-
flokknum og því var vel tekið. Lágu þær ekki á liði sínu í umræðum
um frumvarpið, hvor í sinni þingdeild, og voru sókndjarfar.
Með lögum 1954, um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna,
markaði Alþingi jafnlaunastefnu karla og kvenna sem gilti þó aðeins
fyrir þá sem voru í þjónustu ríkisins. Frumvarpið 1961, flutt af Alþýðu-
flokksmönnum í efri deild, skyldi koma til framkvæmda í áföngum á
næstu sex árum og náðist um það samstaða á þingi. Það varð að lögum
nr. 60 vorið 1961 og undanfari síðari löggjafar um jafnrétti kynjanna.
I bókinni 99 ár þar sem Gylfi Gröndal hefur skráð minningar Jóhönnu
Egilsdóttur, segir hún: „Þegar viðreisnarstjóm Alþýðuflokksins og
Sjálfstæðisflokksins var mynduð, var það skilyrði okkar verkakvenna
fyrir stuðningi við stjómarsamstarfið að Sjálfstæðisflokkurinn styddi
frumvarp um sömu laun fyrir sömu vinnu.“ Hún bætir við að Ólafur
Thors flokksformaður hafi sagt: „Ég hef lofað þessu, og ég stend við
það,“ og heldur áfram: „Hann var heiðarlegur. Slík orð gleymast ekki.“
Það er skemmtunarinnar virði að glugga í þingræðubálk Alþingistíð-
l/ida. I neðri deild gekk glatt til þegar jafnlaunafrumvarpið kom þangað
h'á efri deild í seinustu viku marsmánaðar 1961. Einn stjómarandstöðu-
Þingmaður, landskjörinn, hélt ræðu um málið í hálfa sjöttu klukkustund
°g talaði fram á nótt. Þegar Ragnhildur kemur í ræðustól kallar hún