Andvari - 01.01.2004, Page 64
62
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
þetta blátt áfram afrek en telur að sannast hafi í þessum málflaumi „að
magn og gæði þarf ekki alltaf að fylgjast að,“ hrekur síðan lið fyrir lið
málflutning ræðumannsins, telur best að hætta hjali og styðja frambom-
ar tillögur sem séu framkvæmanleg, hagkvæm og sanngjörn lausn á
málefninu og lýsir yfir stuðningi sínum við frumvarpið.
í efri deild var jafnlaunafrumvarpið upphaflega flutt, eins og fram
hefur komið, og kom til fyrstu umræðu í deildinni síðla í október 1960.
Við fyrstu umræðu tók Auður Auðuns til máls og áréttaði efnisinntak
frumvarpsins um launajöfnuð kvenna og karla og að flestir muni vera
sammála um að úrbóta sé þörf enda þótt menn geti greint á um leiðir
til leiðréttingar. Auður vísar til kvennasamtaka, einkum KRFI og þrot-
lauss starfs þess varðandi ósamræmi í launagreiðslum karla og kvenna.
Hún telur að umsagna kvennasamtakanna verði óskað og kveðst muni
bíða með að ræða frumvarpið frekar fyrr en í heilbrigðis- og félags-
málanefnd sem hún eigi sæti í. Frumvarpið kom úr nefnd til annarrar
umræðu í efri deild 24. mars 1961 og var þá mikil vinna að baki. Leit-
að var umsagna aðila vinnumarkaðarins og er skemmst frá því að segja
að öll samtök vinnuveitenda lýstu sig í sameiginlegu bréfi andvíg
launajöfnunarfrumvarpinu svo og miðstjórn Alþýðusambands Islands
(ASÍ). Meðmælt frumvarpinu voru konur á þingi ASI, kvennasamtök-
in og launþegasamtök. Heilbrigðis- og félagsmálanefnd klofnaði í
þrennt í málinu og var Auður Auðuns framsögumaður meirihlutans og
lagði hann til að samþykkja frumvarpið óbreytt. Minnihluti nefndar-
innar, tveir þingmenn, skilaði áliti hvor fyrir sig.
Þegar kom að þriðju umræðu um frumvarpið í efri deild virtist enn
margt ósagt. Allir lýsa sig samþykka launajöfnuði en aðeins ekki á
þann hátt sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, flutningsmenn þess hafa
svarað ýmsum framkomnum athugasemdum en dugir ekki til. Auður
getur ekki á sér setið og segir: „Þeir eru nú orðnir margir og áhugasam-
ir, fyrirsvarsmenn kvenna hér á þingi við þessar umræður, og virðist
hafa komið nokkuð skyndilega yfir suma.“ Einn þingmaður stjórnar-
andstöðunnar féll í þá freistni að rifja upp smalamennsku frá bernsku
sinni þegar hann sætti sig við fjórða part úr köku í nesti, en nú ætti að
fara að skammta sjötta part. Auður greip þetta á lofti og spurði hvort
taka ætti þessa frásögn sem tillögu hans um breytingu á gildistíma
launajafnaðarlaga úr sex árum í fjögur. Einn þingmanna gerði athuga-
semd við málflutning Auðar er hún talaði fyrir málinu og hún svaraði
þannig: „Eg stend við hvert orð af því, sem ég sagði í minni framsögu-