Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Síða 80

Andvari - 01.01.2004, Síða 80
78 HJALTI HUGASON ANDVARI Eins og ljóð vort er einfalt og auðskilið og hirðir ekki um rósfjötra rímsins né fjólublá faguryrði, heldur sannleikann sjálfan, eins munum vér berjast til þrautar...4 [Leturbreyting HH] Hér gefur Jóhannes út eins konar veiðileyfi á ljóð sín við vinnu af því tagi sem hér er gerð tilraun til. Þá veita listfræðileg viðhorf Jóhannesar fullgilda ástæðu til að fjallað sé um kveðskap hans út frá inntaki og boðskap. Hann taldi að listinni bæri að þjóna ýmist trúarlegum, siðferðislegum eða þjóðfé- lagslegum markmiðum, vera „...vopn til eflingar ákveðnum hugsjónum, ákveðinni lífsstefnu" þegar samfélagsaðstæður krefðust slíks. Má sjá þeirri skoðun stað a. m. k. frá 1947. Á einum stað ræðir hann t. d. um „tilgangslist“ og má segja að drjúgur hluti af kveðskap hans falli undir þann flokk.5 Megin- markmið skáldskapar taldi Jóhannes vera að „...bjarga manninum frá andlegri tortímingu" eða frelsa hann á máli trúarinnar.6 Áður en skilið er að fullu við ljóðformið skal minnt á að þar gætti mikillar togstreitu hjá Jóhannesi en hann var það skáld af sinni kynslóð sem hvað mestan þátt tók í formbyltingu ljóðsins á 20. öld.7 I tilvitnuðum ritdómi sínum telur Einar Bragi hann þó hálfvolgan í trú sinni á hið nýja ljóð- form.8 Jóhannes var því baráttuskáld í mörgu tilliti, pólitískt, trúarlega og hvað ljóðform snertir og var togstreita í viðhorfum hans á öllum þessum sviðum.9 Á trúarlega sviðinu gætti mikilla átaka hjá Jóhannesi sem þó verður ekki verulega vikið að hér.10 Þess ber þó að geta að hann virðist hafa gengið í gegnum sinnaskipti á öndverðum höfundarferli sínum en undir öfugum formerkjum af sjónarhóli trúarinnar séð. Hann sýnist sem sé snúa baki við hefðbundinni kristinni trú sem hann var uppfræddur í á ungum aldri til afneit- unar á hefðbundnum skilningi kirkjunnar á Guði.11 Þó má leiða að því rök að þessi afneitun hafi ekki orðið þess megnug að mynda grunn að nýrri og sjálfri sér samkvæmri lífsskoðun. Gerir það kveðskap Jóhannesar að áhugaverðu umfjöllunarefni fyrir guðfræðing. Trúarafstöðu Jóhannesar hefur verið lýst svo að hann hafi alla tíð, einnig eftir sinnaskiptin, verið „mjög trúhneigður og brennandi í trúaranda“ og einkum hafi trú hans á skaparann og Krist lifað af allar efasemdir.12 Undir þessa lýsingu má vissulega taka. Þó verður að líta svo á að þessi trú skálds- ins hafi verið mjög frábrugðin hefðbundnum kenningum kirkjunnar.13 Trúar- játningu Jóhannesar má að einhverju leyti lesa út úr lokaerindi ljóðsins Sálm- ur heiðingjans í upphafi Mannssonarins. Þar segir hann hjarta sitt „heiðið“ og lýkur erindinu með þessum orðum:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.