Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 87

Andvari - 01.01.2004, Page 87
andvari KRISTUR OG FRAMTÍÐARLANDIÐ 85 og nöturhrollur sektarinnar fór um menn og konur. Loks hneigðir þú þitt höfuð, þungt og gljúpt, og gafst upp andann. Og guðssonurinn hékk þar: hinn dáni mannsins sonur.4 Lokahending erindisins er áhugaverð frá guðfræðilegu sjónarhorni þar sem þar kann að gæta hinnar hefðbundnu tvíeðliskenningar kirkjunnar sem felur í sér að Kristur hafi verið sannur Guð og sannur maður eins og m. a. kemur fram í Níkeujátningunni. Lokahending þriðja síðasta erindis ljóðsins gerir þá túlkun þó ólíklega þar sem því er haldið fram að maðurinn í merkingunni mannkynið hafi verið krossfest fyrir 1900 árum vegna þess hversu skammt það hafði náð á þroskaferli sínum.44 Hér ber því fyrst og fremt að líta á Krist sem fulltrúa mannkyns eða þann sem var „mennskastur manna‘ og kraftur „mannlegleikans“. í tengslum við þá þróunarsögu sem rakin er í Hvað nú, ungi maður? er áhugavert að Jóhannes úr Kötlum leit svo á að guðstrú væri liður í þróun mannsins og afleiðing af þrá hans eftir fullkomnun. Af þessari þrá var guðs- mynd mannsins sprottin. Jóhannes skipaði sér því í sveit þeirra sem álíta að maðurinn hafi skapað guð en ekki öfugt. Listina tengdi Jóhannes síðan á órofa hátt við þessa hugmyndafræði þar sem hann áleit að frá upphafi hafi hstin verið tengd trúarlífi og sprottin beint upp úr guðsdýrkun. Með þessu tvennu, hugmyndinni um guð og listsköpuninni, tók tegundin „heljarstökk frá dýri til manns“.45 Fyrri hluti þessarar lýsingar samræmist vel róttækum samfélagshugmyndum skáldsins en er í andstöðu við kristna trúarhefð. Ekki er unnt að staðhæfa að þessi sýn búi alfarið að baki allra þeirra ljóða sem hér hefur verið vikið að. Þvert á móti skal því haldið fram að áhrifa hefðbundins, kristilegs uppeldis Jóhannesar hafi gætt í ljóðum hans löngu eftir sinnaskipti hans til sósíalismans. Þegar skýra skal þá mikilvægu stöðu sem Kristur hafði í ljóðum Jóhann- esar, ekki síst eftir sinnaskipti hans, er mikilvægt að hafa í huga ummæli frá 1956 þar sem hann varði lofkvæði sitt um Jósef Stalín. Þar segir hann það löngum hafa verið áráttu sína að yrkja lofsöngva enda hafi hann ort slíka söngva um Guð almáttugan, móður náttúru, landið en ekki síst fólk, bæði nafngreinda einstaklinga, e. k. mikilmenni, og alþýðuna eða „þegna þagnar- innar“.46 í þessum kveðskap, einkum um einstaklinga, telur hann sig oft hafa tekið áhættu þar sem trúin á manninn sé „áhættusamari en nokkuð annað“ og sér hafi hætt til að mála sterkum litum, „skapa hetjur og jafnvel dýrlinga.“ hessa afstöðu telur skáldið þó áhættunnar virði vegna þess að það sé einmitt trúin á manninn „sem hnikað hefur homo sapiens nokkuð á leið og þeim mun lengra sem hún hefur verið heitari og einlægari.“47 Er Jóhannes hér sam- kvaemur þeirri þróunarhyggju sem fram kom í guðsmynd hans. Af fyrrgreind-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.