Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 92

Andvari - 01.01.2004, Page 92
90 HJALTI HUGASON ANDVARI í lofkvæðunum um Kaj Munk og Nordahl Grieg (Sól tér sortná) kemur loks greinilega fram að hið illa er tímanlegt en hið góða eilíft þar sem fram- tíðin er falin í því.77 Þetta er einnig inntak kristinnar eskatólógíu. Framtíðarsýnin, Jesúútburðurinn og smiðurinn í Sóleyjarkvœði ófust kristsmynd Jóhannesar úr Kötlum og framtíðarsýn hans saman á hvað nánastan hátt og þar með þau tvö stef sem hér er fjallað um. Kvæðið er ort í andófi við hervemdarsamninginn við Bandaríkin og endurkomu erlends herliðs til landsins (1951) sem aldrei skyldi hersetið á friðartímum samkvæmt þeirri stefnu sem ríkt hafði.78 Hefur verkið að þessu leyti hliðstæða stöðu og Atómstöð Halldórs Laxness (1948) sem andæfði Keflavíkursamningnum (1946). Hér verður ekki fjallað um tilurð og gerð Sóleyjarkvœðis fremur en annarra ljóða sem um er vélt í greininni. Þess skal þó getið að hér er um langan kvæðabálk að ræða (44 bls.) sem skiptist í 25 kafla. Líta má á verkið sem eins konar rhapsódíu í orðum þar sem höfundur- inn leitar víða fanga í minni, sagnir, sagnadansa, ritningarstaði og stefjabrot sem hann vefur saman í samfelldan óð. Kveðskapur Jóhannesar hefur e. t. v. hvergi verið nær galdri og því er sérlega erfitt að greina röklega þau tvö minni sem hér er unnið með. Einkum á þetta þó við um kristsmyndina. Það er hugmynd mín að kvæðið hefði ekki getað legið fyrir fullort af þeirri snilld sem raun ber vitni á jafnskömmum tíma, ef skáldið hefði ekki áður fengist við sömu hugmyndir og birtast í kvæðinu á náskyldan hátt. Þannig má líta á ljóðin Þegar landið fœr mál, Tröllið á glugganum (Hart er í heimi), Brúðurin blárra fjalla, Fjallkonan og Kom til mín (Sól tér sortna) sem upptakt eða aðfara Sóleyjarkvœðis. A ytra borði eru þessi ljóð þó ólík innbyrðis og frábrugðin Sóleyjarkvœði.19 Þrátt fyrir þetta er kvæðið einstakt í sinni röð og í því takast á kvöl og húmor sem er undirstrikað í tónlist sem Pétur Pálsson (1931-1979) gerði við kvæðið og gefin hefur verið út hljóðrit- uð, fyrst 1967.80 Varð kvæðið í þeirri mynd n. k. þjóðsöngur hemámsand- stæðinga. Kvæðið gerist í tveimur sögusniðum, á riddaratíma miðaldanna og þeim tíma sem það er ort á. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að „Sóley sólufegri“ og brúðgumi hennar, tákn og baráttuöfl þjóðfrelsis og friðar, sitja í höll sinni. Brúðguminn átti sér fagra fortíð sem baráttumaður góðs málstaðar, en var stunginn svefnþomi er ill öfl úr vestri sóttu að landinu með svikum og í samvinnu við innlend stjórnvöld. Kemur þarna fram flökt kvæðisins milli tímasviða. Sóley barst þá sú vitrun að valan Þjóðunn Þjóðansdóttir (þ. e. þjóð- in) gæti ein vakið riddarann og þannig endurheimt landið. Þjóðunn reyndist þó snúin á band hins vestræna valds. Hófst þá mikil þrautaganga Sóleyjar um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.