Andvari - 01.01.2004, Qupperneq 104
102
GUNNAR KARLSSON
ANDVARl
nýjabragð var hins vegar af bók Lúðvíks Kristjánssonar, Á slóðum Jóns
Sigurðssonar, sem kom út árið 1961. Þannig rekur Lúðvík af miklu hispurs-
leysi samskipti Jóns og velska auðmannsins Georges Powell sem greiddi Jóni
væna fjárfúlgu til að skrifa sögu Islands, en engin merki finnast um að Jón
hafi svo mikið sem byrjað að rita söguna.6 í sjötta árgangi Sagna, tímarits
sagnfræðinema við Háskóla Islands, 1985, er líka greinaflokkur um Jón sem
vitnar á ýmsan hátt um áhrif frá samtíð höfundanna. Ný kvenréttindasjónar-
mið birtast þannig í sérstakri grein um frú Ingibjörgu Einarsdóttur, sem sat
tólf ár í festum í Reykjavík eftir að Jón fluttist til Kaupmannahafnar.7 Agrein-
ingur íslendinga um herstöðvamál endurspeglast í því að Arnaldur Indriða-
son skrifar um viðhorf Jóns til landvarna.8 Gagnrýnið söguviðhorf má sjá í
grein Páls Vilhjálmssonar sem setur spurningarmerki við titilinn „Astmögur
þjóðarinnar“.9 Engu að síður má segja að alvarlegt uppgjör við mynd íslend-
inga af frelsishetju sinni hafi enn verið óunnið undir lok 20. aldar. Eins og á
svo mörgum sviðum var gamla íslandssagan sýnilega orðin úrelt áður en tími
vannst til þess í fámenni okkar að skrifa nýja sögu í staðinn.
Framlag Guðmundar Hálfdanarsonar
Undir aldamótin 2000 tóku að blása ferskir vindar um frelsishetju okkar,
fyrst og tvímælalaust fremst af völdum Guðmundar Hálfdanarsonar. Jón
Sigurðsson kemur auðvitað verulega við sögu í greinum sem Guðmundur
skrifaði um samfélagsþróun og sjálfstæðisbaráttu íslendinga á 19. öld10 og
voru að miklu leyti endurvinnsla á þáttum úr óútgefinni doktorsritgerð
hans.'1 Síðan skrifaði Guðmundur rækilega grein um Jón hér í Andvara árið
199712 og felldi hana dálítið breytta inn í bók sína, íslenska þjóðríkið, 2001.13
í þessum ritum hefur Guðmundur dregið upp afar fróðlega og að flestu leyti
trúverðuga mynd af stjórnmálamanninum Jóni Sigurðssyni. Hann hefur
fyrstur manna bent rækilega á það hvernig gagnstæðar hugmyndir um
lýðfrelsi, jafnrétti og framfarir þrifust í einni hreyfingu þeirra sem sóttu fram
til stjómfrelsis íslendinga á 19. öld. Jón Sigurðsson reynist standast býsna vel
próf sem gegnheill frjálshyggjumaður (í víðri merkingu þess orðs), en í
mörgum tryggum liðsmönnum hans, einkum í bændastétt, reynist hafa búið
mikil íhaldsemi og lítill skilningur á meginreglum frjálshyggju.
Þetta kemur ekki á óvart og minnir á andstæðumar sem áttust við í vinstri-
sinnuðum hreyfingum grannþjóða okkar á 19. öld. Þar bjuggu löngum í
erfiðri sambúð frjálslyndir og félagslega róttækir menntamenn eins og Viggo
Hprup og Brandesar-bræður í Danmörku, eða Johan Sverdrup í Noregi, og
trúhneigðir og spamaðarsinnaðir sveitamenn (að uppruna eða starfi) eins og
Christian Berg í Danmörku og Spren Jaabæk í Noregi. Mér hefur lengi fund-