Andvari - 01.01.2004, Qupperneq 115
ANDVARI
JÓN SIGURÐSSON Á 21. ÖLD
113
Lesendur verða sjálfir að hafa fyrir því að skapa sér yfirsýn yfir efnið, og það
getur verið þrautin þyngri. Frásagnarhátturinn knýr höfund sjaldan til að taka
saman þræði, veita yfirsýn eða meta. í 15. kafla síðara bindisins, sem er rakinn
hér á undan, var skilið við fjárhagsmálið á bls. 251. Það kemur ekki við sögu
aftur fyrr en í 19. kafla, á bls. 323, þegar danska stjómin leggur frumvarp um
fjárhagsaðskilnað landanna og framlag Dana til íslendinga fyrir Alþingi árið
1865. Síðan á það auðvitað eftir að skjóta upp kollinum í frásögninni uns það
er útkljáð með stöðulögunum 1871 á bls. 438. Engin atriðisorðaskrá er í ritinu
til að létta lesendum að leita uppi þræði sem þeir hafa misst niður.
Það leiðir þannig á vissan hátt - og þó varla nauðsynlega - af framsetning-
araðferð Guðjóns að hann gerir lítið að því að ganga á hólm við sagnfræði-
leg álitamál og komast að niðurstöðu um þau. Eftir þjóðfundinn þegar „Jón
Sigurðsson situr á löngum fundum með löndum sínum sem fylgja honum fast
að málum þó að skoðanir þeirra kunni að vera nokkuð skiptar um baráttuað-
ferðir“, þá eru helstu fréttir Guðjóns af fundunum þær að nú séu þeir allir
„komnir á gúmmígalosjur utan yfir skóna sem nýfarið er að framleiða í
Kaupmannahöfn.“56
Guðjón ræðir sjaldan við sagnfræðinga og vísar lítið til þeirra. Svo tekið
sé dæmi af hinum ögrandi (og að mínum dómi hæpnu) ályktunum Guðmund-
ar Hálfdanarsonar, sem ég hef gengið á hólm við hér á undan, þá þykist ég
greina áhrif þeirra í bókinni. Guðjón vitnar þannig í uppörvunarorð Jóns í
bréfi til Gísla Hjálmarssonar læknis í september 1851, þegar var að koma í
ljós hvaða refsingum íslenskir embættismenn og embættismannaefni yrðu
beitt fyrir andstöðu gegn frumvarpi ríkisstjómarinnar á þjóðfundi. Jón biður
Gísla að heilsa nokkrum liðsmönnum sínum á Islandi sem hann hafi ekki
tíma til að skrifa „og biðja þá ekki láta hugfallast heldur styrkjast, því ef við
gjörum það, þá gengur eitthvað einhverntíma, en annars föllum við í sömu
gryfjuna sem áður, og sem við sluppum við í sumar. Við getum seiglast ef við
nennum því, og tekið okkur fram í mörgu, því við erum enda ekki undir frelsi
búnir fyr en við höfum gengið nokkuð í gegnum.“57 Ur þessum knappa
bakþanka Jóns gerir Guðjón furðumikið:
Samkvæmt þessu er Jón Sigurðsson síður en svo viss um að íslendingar séu undir
frelsið búnir. Hann gerir sér ljóst hversu skammt á veg landsmenn eru komnir í þjóð-
félagslegu tilliti og atvinnumálum, hve lýðræðisleg hugsun þeirra, orðræða og vinnu-
brögð eru nývöknuð og hópurinn fámennur enn sem lætur að sér kveða í sjálfstæðis-
baráttunni. Stjómmálaþróunin í Danmörku og Evrópu allri vinnur nú líka gegn
íslendingum. Jón Sigurðsson er kominn á þá skoðun að íslendingar verði að hljóta
frekari eldskím í sjálfstæðisbaráttunni og treysta undirstöður samfélagsins áður en
þeir séu færir um að höndla frelsið. Þetta eru athyglisverð ummæli með tilliti til
baráttu hans sjálfs á næstu árum.58