Andvari - 01.01.2004, Qupperneq 119
ANDVARI
JÓN SIGURÐSSON Á 21. ÖLD
117
Ég þykist vita að frásögnin af þessari sérstöku ferð styðjist ekki við neina
heimild. En hér verður eitthvað til hjálpar sem frásögnin af kveðjustund Jóns
á Hrafnseyri nýtur ekki. Fyrst er það að atvikið er smáatriði í sögunni. Okkur
er nokkum veginn sama hvemig þeir félagar ferðuðust til Hróarskeldu; það
er bara svolítið skemmtilegt að sjá þá fyrir sér. Að sama skapi gerum við litl-
ar kröfur um sannleiksgildi sögunnar. Svo hefðum við ekki getað sagt fyrir
að þeir félagar hafi farið þessa leið með þessum hætti, en þykjumst vita að
höfundur hafi fyrir sér heimildir um að einhvem veginn svona hafi menn
farið að. Sviðsetningin felst í rauninni í því að færa almenna lýsingu yfir á
einstaklingsbundna frásögn. Það voru einmitt sviðsetningar af því tagi sem
mér þótti Þómnni Valdimarsdóttur takast best upp við í bók sinni um Snorra
Bjömsson á Húsafelli, því sagnfræðiriti íslensku sem hefur beitt slíku mest
og að mínum smekk af mestri list. Til dæmis notar hún lýsingu á kirkjunni
þar sem söguhetjan var (sjálfsagt) skírð og skímarformúlu frá sögutímanum
til að sviðsetja skím hennar.75 Hvort sem okkur finnst sagnfræðileg saga vera
bókstaflega sönn eða ekki þá liggur styrkur hennar óneitanlega í þeirri íþrótt
að skapa hugverk úr heimildum.
Átökin við heimildimar, tregða þeirra til að segja og jafnvel alger þögn
geta líka skapað líf og spennu í sagnfræði. Þá spennu skemmir höfundur ef
hann er sífellt að koma inn í söguna og slá einhverju föstu um það sem
lesendur vilja krefja heimildimar svars um. Þetta finnst mér Guðjón gera
þegar hann klifar á því hvað Ingibjörg Einarsdóttir hafi verið óróleg, kvíðin,
vonsvikin og örvæntingarfull að bíða heitmanns síns árin sem hún sat í fest-
um, oftast án þess að hann hafi nokkra heimild um hugarástand hennar.76 Hér
hefði örugglega mátt gera betur, og ein leiðin hefði verið að leyfa lesendum
að taka þátt í að glíma við gátuna um sambandið á milli þeirra Jóns og Ingi-
bjargar árin sem hún beið hans í Reykjavík, hvers vegna engin bréf á milli
þeirra hafa varðveist, hvað stóð í þeim bréfum sem við hljótum að álykta að
hafi verið fargað, hver fargaði þeim og hvenær.
Höfundar sem vinna á landamærum sagnfræði og skáldskapar standa óhjá-
kvæmilega frammi fyrir því viðfangsefni hvort, og þá hvemig, þeir eigi að
segja lesendum sínum hvað þeir reisi á heimildum og hvað ekki. Bjöm Th.
Bjömsson setti tilvísanir til heimilda á spássíur bókar sinnar, Haustskipa
(1975), sem er þó fremur heimildaskáldsaga en sagnfræðirit. Þórunn Valdi-
marsdóttir beitir afar fjölbreytilegum aðferðum til að sýna lesendum sínum
hvar hún getur sér til, stundum í meginmáli: „Látum sem Hússpostilla Vídal-
íns sé til í Höfn 1728.“ „Kannski fær Snorri að sigla með yfir í Hólmskaup-
stað „Hvaða farangur ber hesturinn, hvað hangir í hnakkólinni, Snorri?
Kæft kjöt eða önnur matvara til að gera skólavistina bærilegri? Einhverja
landaura, gjaldgenga vöru, eða peninga hefurðu.“77 Annars staðar notar hún
aftanmálsgreinar til að segja frá „skáldaleyfum" sínum.78