Andvari - 01.01.2004, Qupperneq 121
ANDVARI
JÓN SIGURÐSSON Á 21. ÖLD
119
þekkt, að minnsta kosti meðal sagnfræðinga, að rit Guðjóns orkar ekki eins
nýstárlegt og það ætti að gera miðað við útgefin rit um efnið. En auðsýnt er
að Guðjón skrifaði rit sitt ekki fyrir sagnfræðinga, og oft eru sagnfræðingar
verstu lesendur sögulegra verka sem eru ekki ætluð akademískum vettvangi
þeirra, líkt og reyndir leikstjórar eru oft vanþakklátustu leikhúsgestir sem
maður hittir.
Samt verð ég að segja það að mér finnst hálfgert bruðl að nota ævi eins
ljómandi merkilegs stjómmálamanns og Jóns Sigurðssonar til að segja þessa
lífsháttasögu sem Guðjón segir. Vissulega er sú tilfinning mín ekki mjög
rökrétt, því að ævi Jóns er ekki eytt með söguritun Guðjóns. Markaðsfærsla
á nýju verki verður kannski svolítið erfiðari eftir að höfundur eins og Guðjón
hefur gefið sögu sína út. Annars getur hver sem er tekist á hendur að skrifa
þá greiningu á stjórnmálalífi Jóns forseta sem ég sakna í riti hans. Guðmund-
ur Hálfdanarson hefur komist verulega áleiðis með nýja túlkun á stjórnmála-
starfi Jóns, en enn er eftir að draga upp af því yfirvegaða heildarmynd sem
hentar 21. öldinni, að minnsta kosti eitthvað framan af, betur en sú glæsi-
mynd sem Páll Eggert Olason dró upp.
HEIMILDIR
Aðalgeir Kristjánsson: Endurreisn Alþingis og þjóðfundurinn. Reykjavík, Sögufélag, 1993.
[Alþingistíðirídi.] Tíðindifrá þjóðfundi Íslendínga 1851, Tíðindi frá Alþingi Islendinga 1865,
1867. Reykjavík, Álþingi, 1851-67.
Amaldur Indriðason: „Ef úngir menn kæmu á fót skotvamarliði ..." Sagnir VI (1985), 68-74.
Bjöm Th. Bjömsson: Haustskip. Heimildasaga. Reykjavík, Mál og menning, 1975.
Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson: Uppruni nútímans. Kennslubók í Islandssögu eftir
1830. Reykjavík, Mál og menning, 1988.
DV. Dagblaðið Vísir XCII:260. 12. nóvember 2002.
Egill J. Stardal: Forsetinn Jón Sigurðsson og upphaf sjálfstœðisbaráttunnar. Reykjavík,
ísafold, 1981 (Menn í öndvegi).
Einar Amórsson: Alþingi og frelsisbaráttan 1845-1874. Reykjavík, Alþingissögunefnd, 1949
(iSaga Alþingis II).
Einar Laxness: Jón Sigurðsson forseti 1811-1879. Yfirlit um œvi og staif í máli og myndurn.
Reykjavík, Sögufélag, 1979.
Guðjón Friðriksson: Jón Sigurðsson. Ævisaga I—II. Reykjavík, Mál og menning, 2002-03.
Guðmundur Hálfdanarson: „Iceland: A Peaceful Secession.“ Scandinavian Journal ofHistory
XXV: 1-2 (2000), 87-100.
- „íslensk þjóðfélagsþróun á 19. öld.“ íslensk þjóðfélagsþróun 1880-1990 (Reykjavík,
Félagsvísindastofnun og Sagnfræðistofnun, 1993), 9-58.