Andvari - 01.01.2004, Síða 135
ANDVARI
STEPHAN G. OG MÓDERNISMINN
133
um kxafti inn í alþjóðlega samfélagið vestanhafs var að þeir höfðu sem þjóð
ekki tekið þátt í stríðsátökum við aðrar þjóðir, og Stephan benti á að Dana-
konungur hefði lagt almennt bann við vopnaeign íslendinga í heimalandinu
(4: 356). Þessari aukamerkingu skilar Stephan í „Vopnahléi“ (1915) og
„Assverusi“ (1914) í „Vígslóða“-bálkinum, með því að fella reglubundið og
af fullum krafti í íslenska ljóðstafi. í „Vopnahléi" rís merkingarbær beiting
Stephans á stakhendunni einna hæst. Veigamesta þemað í „Vopnahléi“ er að
stríð sé aldrei réttlætanlegt því ólíkar þjóðir og hefðir geti unað saman í sátt,
jafnvel þótt hvor um sig haldi sínum sérkennum. Formið er dæmigert fyrir
þemað: „Vopnahlé“ uppfyllir ströngustu kröfur ensku hefðarinnar um fjöl-
breytni og sveigjanleika í hrynjandi og málhvíldum, en jafnframt íslensku
hefðarinnar um ljóðstafi. Ekki er ólíklegt að val Stephans á stakhendunni í
kvæðunum gegn stríði hafi að einhverju leyti ráðist af því að auðveldara yrði
að þýða þau á ensku, og hann kæmi sjónarmiðum sínum þar með á víðara
framfæri meðal annarra samlanda sinna, enda hefur „Vopnahlé“ verið þýtt
a.m.k. þrívegis, en Kolbeinslag hinsvegar aldrei, svo mér sé kunnugt.
VI. „styttra vor, sem þroskar óðinn“
Hugur Stephans stóð snemma til sagnaskáldskapar, því einhvemtíma fyrir
tvítugt, heima á íslandi, hafði hann hálflokið við skáldsögu og kveðið „12
langlokur út af Víglundar sögu“, en brenndi bemskubrekin í bræði þegar
frænka hans hnýstist í þau (4: 92). Seinna skrifaði hann tvö leikrit og nokkr-
ar smásögur, sem hafa flestar verið birtar (Landneminn mikli 226, 267, 198-
99; 4: 41-76). Stephani féll best knappt form, þar sem valdar svipmyndir
segja langa sögu í hnotskum, og hefur eftir orð Edgars Allans Poes í
víðfrægri ritgerð um formgerð smásögunnar, að sér hafi fundist „jafnvel
Hómer einhversstaðar „dotta““ þegar hann las „mest metnu verk skáldsagna-
höfunda enskra - jafnvel franskra, rússneskra og þýzkra, en í enskum
þýðingum, auðvitað - en alls staðar fannst mér ... einhverjir kaflar, sem mátt
höfðu missa sig, sum ljóð og stutt saga, aðeins, kæmust næst því að vera
gallalaus" (4: 88). Eins og Sigurður V. Friðþjófsson segir í ritgerðinni um
„Kolbeinslag“, þá eru söguljóðin „snar þáttur í kveðskap Stephans og
allmargvísleg“:
Eftir efnisuppruna mætti skipa þeim í ýmsa undirflokka, svo sem kvæði ort út af íslend-
ingasögum, konungasögum, fomaldarsögum, goða- og hetjusögum og þjóðsögum.
Þessu skyld eru kvæði, er sækja efni til Biblíunnar, t.d. Nikodemus og sum frásagnar-
kvæðin, þar sem nýlátnar eða jafnvel lifandi persónur eru að einhverju leyti fyrirmynd,
svo sem Sigurður Trölli og ef til vill Patrekur Frændi, jafnvel kvæði eins og t.d.
Bræðrabýti, þar sem söguefnið mun alveg tilbúið, eru nátengd þessum flokki. (108)