Andvari - 01.01.2004, Side 137
ANDVARI
STEPHAN G. OG MÓDERNISMINN
135
VII. „moldin kœfir hljóð og ljóðin“
Stephan kollvarpar hefðbundinni formgerð söguljóða, því orðræðan er sögu-
þræðinum yfirsterkari. Kvæðin eru fyrst og fremst samræður á milli samtíð-
ar og fortíðar, á milli nýsköpunar á gömlum hefðum og blindrar fylgni við
gamlar hefðir eða nýjar. Söguþráðinn, sögusviðið, frásagnartæknina og aðra
þætti í yfirborðs- og djúpgerð virkjar Stephan til að auka skilning á mannlegu
eðli í sögulegu samhengi og sporna gegn einsleitri eða ógagnrýninni hugsun.
Sennurnar sem Stephan innlimar í „Kolbeinslag“ og samræðurnar í
„Vopnahléi“ eru dæmi um fomar kappræðuhefðir, en þöggun orðræðu er
veigamikill þáttur í söguþræði beggja kvæðanna. Sennumar spretta af fom-
um bókmenntalegum rótum, finnast víða í íslenskum fornbókmenntum og
draga nafn sitt af Lokasennu, illdeilu Loka við Æsi í Eddukvæðum.18
Samræðuhefðin á sér hinsvegar fomar heimspekilegar rætur og eru elstu
varðveittu dæmi hennar samræður Platóns. Þessar tvær samræðuhefðir nálg-
ast ágreining á ólíkan hátt: í sennunni er ætlunin að berjast með orðum þar til
annar deiluaðila sigrar, en í samræðunni er ætlunin að leysa ágreining á milli
andstæðra sjónarmiða á friðsamlegan hátt. í báðum tilvikum fá deiluaðilar að
tala sínu máli og kynna sín sjónarmið.
í „Vopnahléi“ sýnir Stephan á áhrifamikinn hátt að stríð er hámark þögg-
unar. Samræða tveggja hermanna úr andstæðum fylkingum leiðir í ljós að
þeir eiga ekkert sökótt hvor við annan, heldur eru þeir á sama báti, þátttak-
endur í stríðinu af nauð. Tvíröddunin sem Stephan kallar fram í stakhentum
hættinum tekur þátt í samræðuforminu og túlkar táknrænt að ólíkar þjóðleg-
ar áherslur megi sætta ef vilji sé fyrir hendi. Hann sýnir hinsvegar fram á að
orðræðan sem leiddi til styrjaldar snerist aldrei um lausn á ágreiningi á milli
aðildarlandanna, né um velferð þegnanna, heldur var hún einhliða áróður
sem þjónaði í blindni þeirri græðgi og mannfyrirlitningu sem knúði heims-
valdastefnuna áfram og þaggaði raddir friðarsinna. Sögusviðið og atburða-
rásin tala sínu máli um ofbeldið sem felst í þessari mannfjandsamlegu
orðræðu. Kestimir af rotnandi mönnum, dauðum og særðum, eru slíkir að
vígvöllinn þarf að ryðja svo unnt sé að drepa fleiri, og því er gert vopnahlé,
en í lok kvæðisins bíður gröfin beggja hermannanna sem áttu tal saman.
I „Assverusi“ (1914) nýtir Stephan sér möguleika einræðunnar til að tjá
firringu (III: 123-25). Assverus er hamskiptingur eins og Kölski og hælist um
fyrir birtingarmyndir sínar sem „afturhaldsins andi“ um heim allan í gegnum
tíðina, allt frá forsögulegum tíma goðsagna og fram á samtíð kvæðisins í
upphafi fyrri heimsstyrjaldar. Assverus er því gerólíkur hertoga Roberts
Brownings í „My Last Duchess“ (1842) og sögumanni Edgars Allans Poes í
„The Tell-Tale Heart“ (1843), sem eru ómeðvitaðir um eigin eðli, siðleysi