Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 139

Andvari - 01.01.2004, Page 139
ANDVARI STEPHAN G. OG MÓDERNISMINN 137 vinsæll þegar smásagan var að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum. Hann nýtir sér ýmsa kosti hans í mismunandi kvæðum, t.d. til að mynda skörp skil á milli sín og sögupersóna í „Á rústum hruninna halla“ (1921), og gera frásögnina þar með ópersónubundnari (III: 198-208). Þar leyfir hann þrenn- um ólíkum sjónarmiðum á stríðsþátttöku að tala fullum rómi og takast á. Konan sem rekur frásögnina innan rammans, og ber jafnframt túlkunarbyrð- ina, hefur samúð með sérhverju sjónarmiði innan sögunnar en aðhyllist á endanum eindregna andspymu yngri sonarins, sem hann var fangelsaður fyrir. Frumtilraun Stephans með bundna rammafrásögn, „Gunnar formaður" (1882), er nokkru eldri en fyrsta íslenska rammasmásagan, „Sagan af Sigurði formanni“ (1887), eftir Gest Pálsson, en birtist ekki fyrr en í viðaukinni útgáfu á Andvökum á 5. áratugnum.19 Kvæði Stephans líkist á engan hátt sögu Gests, nema titillinn. „Sigurður Trölli“ (1897), sem er einnig bundin rammafrásögn, kallast aftur á móti augljóslega á við sögu Gests, og túlkar hana, því Sigurður Trölli berst af sama alefli við að bjarga fólki frá mann- skæðum náttúruöflum og Sigurður formaður gerir eftir að hafa óviljandi gengið í lið með illskeyttri nátúrunni við að verða bróður sínum að bana. í „Gunnari formanni“ veltir Stephan túlkunarbyrði endanlega á persónu innan sögunnar, en persónugerði aðalsögumaðurinn gegnir fyrst og fremst því hlutverki að auka á trúverðugleik undirskipaða sögumannsins, Gunnars formanns, sem var þátttakandi í sögu af hetjudáð sem kom úr óvæntri átt þegar hann var formaður í verinu (IV: 134-45). í ljóðinu „Milli vita“ (1918) virkjar Stephan aftur á móti rammafrásöguna sjálfa til hugmyndafræðilegra samræðna (111:181-90). í opnum ramma kynnir aðalsögumaður hermann sem unnt var að lappa upp á að loknu stríði, loka búki og höfði, en ævinni eyðir hann sturlaður, á geðsjúkrahúsi. Dramatísk einræða hermannsins lýsir hins- vegar sálarástandi hans fyrir, í og eftir stríðið á átakanlegan og sannfærandi hátt. Aðalsögumaðurinn stofnar til samræðu við samtíma kvæðisins og telur seint verða lát á styrjöldum á meðan stofnanir eru nýttar til að hylma yfir, en ekki til að byrgja fyrir þau víti sem gætu orðið til vamaðar öðru stríði. Hermaðurinn, sem fór fyrstur manna sjálfviljugur í stríðið, endurtúlkar rammann og eigin gerðir með því að skilgreina sig sem goðsögulegt fórnar- lamb þöggunar í lok kvæðisins. VIII. Sögulegt innsœi og nútímavœðing Efni sem vert er að gera skil varðandi nýsköpun Stephans og samræður við hefðimar er fjarri því tæmt. Ljóst er að söguljóð hans bera vitni um frumlega nýsköpun í formgerð, sem er síður auðsæ nútímavæðing á ljóðahefðinni en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.