Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 144

Andvari - 01.01.2004, Page 144
142 MARION LERNER ANDVARI síðar: „Fólkið sat heima í stofum sínum, þvingað andlega og líkamlega - ferðalög voru með öllu óþekkt, nema þegar brýna nauðsyn bar til - og nátt- úrudýrkun var alls ekki til í neinni mynd.“5 Þetta var menningarástandið sem gerði farfuglahreyfinguna nauðsynlega, þetta var ástand sem bæta þurfti úr. Lausnin fólst í ferðalögum og náttúrudýrkun. í framhaldi af þessu tengdi greinarhöfundur ferðalög og náttúru áfram við hugtakið „frelsi“ sem andstæðu „þvingunarinnar" sem fylgir því að sitja heima í stofum sínum. Það að ferðast, að fara út úr borginni og dvelja í faðmi náttúrunnar var að hans mati tákn um frelsi einstaklingsins. Farfuglahreyfingin fékk þar með mikil- vægt hlutverk í hendur og átti að koma á fót stórkostlegum breytingum á menningunni. í umfjöllun sinni voru greinahöfundar dagblaðanna ekki alltaf sömu skoð- unar. I kynningargreinunum má sjá að þeir lögðu áherslu á mismunandi þætti. Ekki sögðu allir frá upphafi farfuglahreyfingarinnar í Þýskalandi eða skýrðu frá tilveru hennar í útlöndum yfirleitt. A meðan Vísir sá hlutverk fyrirhugaðs félagsskapar fólgið í því að bæta úr slæmu menningarástandi sá Morgunblaðið í honum einungis hagnýt samtök til að gera fólki auðveldara að ferðast í frítíma sínum og lagði engan hugmyndafræðilegan skilning í málið. Alþýðublaðið fjallaði hins vegar um farfuglahreyfinguna á þann hátt að fullyrt var að ferðalöngun Islendinga væri mikil en sá galli væri á flestum ferðalögum að fólk ferðist venjulega langar leiðir í lokuðum bílum og nyti þar af leiðandi ekki hins dásamlega útsýnis og hins hreina lofts sem ferðalög ættu augljóslega að snúast um.6 Farfuglahreyfingin átti að standa fyrir göngu- ferðum og ferðum á reiðhjólum og koma fólki þannig í snertingu við náttúr- una. Upplifun á náttúrunni átti að vera markmið ferðalaga yfirleitt. Þjóð- viljinn fjallaði aftur á móti hvorki um náttúrudýrkun né upplifun á náttúrunni heldur lagði áherslu á ferðalög í félagslegum skilningi. Farfuglahreyfingin átti að gera fólki kleift að ferðast um löndin en í þessari grein kemur sú skoð- un fram að ungt fólk þurfi að fá tækifæri til að hittast og kynnast hvert öðru og þá er talað um ungt fólk frá ýmsum löndum, frá mismunandi landshlutum og einnig af mismunandi stéttum. Þegar af þessu stutta yfirliti sést glögglega að farfuglahreyfingin rúmaði talsvert ólíkar hugmyndir eftir því hver lýsti henni. Samt sem áður sögðu öll dagblöðin á mjög jákvæðan hátt frá fyrirhugaðri stofnun farfuglafélaga. Ymis atriði var þó jafnframt að finna í öllum greinaskrifum og gagnrýni á bílanotkun kemur víða fram. Fólk var augljóslega sammála um að tilgangur ferðalaga ætti helst ekki að vera að sitja í bílum og komast á hina ýmsu staði heldur fara fótgangandi eða þá hjólandi til að geta notið náttúrunnar. í þessu felst nokkur höfnun á nútíma og tæknivæðingu sem er mjög athyglisverð. Þessi umræða minnir á umræður í Evrópu nokkrum áratugum fyrr þar sem tilkoma lestakerfisins leiddi til gagnrýni og fólk hafði áhyggjur af því að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.